Heilsufæði

Í nýjum pistli frá sérfræðingi hjá Matís ohf. á heimasíðu talsmanns neytenda í dag er fjallað um Heilsufæði - m.a. hvort heilsufæði teljist lyf eða matvæli. 

 

Í inngangi sérfræðingsins, Þóru Valsdóttur, segir m.a. að heilsufæði sé

 

alls kyns matvæli sem eru ætluð til að bæta heilsu. Það sem kemur fyrst upp í huga flestra þegar þeir heyra orðið “heilsufæði” eru sérhönnuð matvæli til að bæta heilsu og hugtök á borð við lífræn ræktun, engin aukaefni, mjólkurlausar vörur, sykurskertar vörur, glúten- og gerlausar vörur og lágmarks fituinnihald.

 

Í pistlinum er m.a. vikið að ráðleggingum föður læknisfræðinnar, Hippokratesar, fyrir 2.500 árum og allt að gildandi reglum og þýðingu heilsufæðis í dag.

 

Þetta er fyrsti pistillinn í talhorni talsmanns neytenda frá sérfræðingi i neytendamálum hjá annarri sérfræðistofnun - og vonandi upphafið að samstarfi við stofnanir, almannasamtök og fjölmiðla um að bera á borð fyrir neytendur hluta af þeirri þekkingu sem þar er fyrir hendi og getur nýst neytendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband