Neytendur segja já

Neytendasamtökin, stærsti og elsti lýðræðislegi fulltrúi neytenda á Íslandi, hafa nú bæst í hóp hagsmunasamtaka atvinnurekenda og svarað jákvætt spurningunni um hvort Ísland eigi að leita eftir aðildarviðræðum við Evrópusambandið - sem sé heimilum í landinu í hag.

 

Um þetta var sögð frétt á nýsameinaðri fréttastofu RÚV síðdegis en ég hef ekkert fundið á mbl.is um þessi stórtíðindi enn.

 

Mér vitanlega hafa heildarsamtök launafólks - ASÍ, BHM og BSRB - ekki tekið formlega afstöðu í þessu efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ja fyrir mitt leiti sem neytanda þá er mitt svar nei. Lækkun á vöruverði í kjölfar ESB aðildar er líkleg en alls ekki örugg. T.d. varð ekki marktæk lækkun í sumum aðildarlöndum t.d. Finnlandi og Svíþjóð. Vöruverð fylgir nefnilega fleiri þáttum heldur en bara gengi gjaldmiðla og ég held að langir og dýrir aðflutningar vegi meira í háu vöruverði hér heldur en gengið, þó að það vegi þungt líka.

Jóhann Pétur Pétursson, 20.9.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

"Vöruverð fylgir nefnilega fleiri þáttum heldur en bara gengi gjaldmiðla"

segir Jóhann Pétur.

Líklega hefur hann í huga heimsókn skoskra knattspyrnuáhugamanna, sem orsakaði tímabundna lækkun á bjórverði í Reykjavík fyrir skemmstu.

Jón Halldór Guðmundsson, 21.9.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Beiðni um viðræður um þáttöku Íslands í myntbandalagi Evrópusambandsins þyrfti að leggja inn sem fyrst.  Við búum ekki lengur í lokuðu hagkerfi, heldur byggist samfélagsgerð okkar á viðskiptum við útlönd í flestum þáttum. Frjáls viðskipti byggjast á að notaður sé gjaldmiðill sem allir geta sætt sig við.  Íslenska krónan er ónothæf í beinum viðskiptum við útlönd og því er hún okkur fjötur um fót.

Neytendur dreymir um lægra verð á lánsfé, fjárhgslegt öryggi, festu í alþjóðlegum viðskiptum og samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum.  Leiðin að þessu marki er að taka upp evru.

Kjartan Eggertsson, 21.9.2008 kl. 03:37

4 identicon

Kjartan

Hvernig er það eigum við ekki fyrst að kynna öll lög ESB og annað , og síðan leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um það hvort við eigum að fara í aðildarviðræður við ESB?  

Hver segir að eitthvað meira öryggi sé í stærra hagkerfi en litlu hagkerfi?

Ég er sammála honum Jóhann:.." Lækkun á vöruverði í kjölfar ESB aðildar er líkleg en alls ekki örugg."  Annað ég er á því að það sé vitlaust hjá okkur að vera með fljótandi gjaldmiðil.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband