Opið bréf til útvarpsstjóra: hvenær kemur sjónvarpsþáttur fyrir neytendur í RÚV?

Í gær birtist á heimasíðu talsmanns neytenda opið bréf mitt í embættisnafni til útvarpsstjóra þar sem spurt er hvenær neytendur á Íslandi fái neytendaþátt í sjónvarpi - eins og lagt var til í bréfi talsmanns neytenda til útvarpsstjóra fyrir réttum þremur árum, daginn sem nýi útvarpsstjórinn tók við embætti æðsta stjórnanda hljóðvarps og sjónvarps í almannaþágu.

 

Að vanda eru í bréfi mínu lagðar til lausnir og bent á fyrirmyndir - en auðvitað er RÚV best til þess fallið að útfæra þetta brýna almannaþjónustuhlutverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Baukur

Mikil er trú þín Gísli, að halda að RUV hafi áhuga á neytendamálum ! Fyrr verður komin ísbúð í helvíti en að RUV fari í svona þáttagerð. Þeir geta ekki gert allt fattarðu; peningarnir eru ekki ótæmandi: þeir í Popplandi og Rokklandi þurfa nú sitt fyrir allar sínar útsendingar og til að geta gert skil allri jaðartónlistinni sem þeir fá senda frá BBC. Svo er nú frétta maður frá RUV í New Orleans að gefa okkur skýrslu um náttúruhamfarir þar og hversu margir geta snúið heim tíl sín eftir veðurhaminn. Svo þetta verður að að bíða held ég. Neytenda mál ! Oh My God !

Bjarni Baukur, 3.9.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mín skoðun er sú að þetta sé dautt mál á meðan RÚV keppir á auglýsingamarkaði.

Það er þeim bara alls ekki í hag að fram komi opinber gagnrýni á þá sem eru kannski mjög stórir auglýsendur. RÚV á nógu erfitt með að láta enda ná saman þrátt fyrir nauðungaráskriftina sem þeir hirða af okkur.

Gísli, mig undrar ekkert að þú fáir lítil viðbrögð við þessu. Kurteist kannski og svo eru lappirnar dregnar endalaust. 

Haukur Nikulásson, 3.9.2008 kl. 16:26

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Líst vel á þetta.  Upplagt að taka þennan tíma af boltaumræðunni sem er nauðgað upp á hlustendur/áhorfendur alla daga ársins í óhóflegu magni.

Þórir Kjartansson, 3.9.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband