Refsiverð hótun

Ég sá einhvers staðar á vefnum (að ég held á eyjan.is) í dag að fellibylur nokkur vestan hafs hefði hótað íbúum tiltekins svæðis. Hérlendis getur það verið refsivert athæfi að hóta nokkrum líkamstjóni eða annarri hættu en varla hafa slík náttúrufyrirbrigði sjálfstæðan vilja og réttarstöðu þar; að öllu gamni slepptu þá er þetta væntanlega meinleg þýðingarvilla því sjálfsagt hefur í erlendum fréttum staðið "threatens" - sem e.t.v. má þýða sem ógnar ef menn vilja ekki nota kjarnyrtari orðasambönd á íslensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband