Feginn

Ég er nú eiginlega feginn að talsmaður neytenda er ekki meðal lögformlegra umsagnaraðila um þetta mál; hvort vegur þyngra "hagsmunir" þeirra "neytenda" - sem vilja, gegn greiðslu, horfa á berar konur á skemmtistöðum - eða sú mannréttindastefna að vernda konur gegn slíku ofríki? Það er fremur landspólitískt mál - en ekki neytendapólitískt að mínu mati - sem ég hef ekki opinbera skoðun á í embættisnafni.

 

Persónulega skoðun hef ég á því eins og ýmsu en reyni yfirleitt að flíka henni ekki að óþörfu. 

 

Stundum heyri ég  það viðhorf að talsmaður neytenda eigi að vera ákveðnari og meira áberandi og gagnrýnni á fyrirtæki og fyrirbæri en í athugasemdum í dag á neytendabloggi mínu kemur í löngu máli fram að tveimur gagnrýnendum finnist að embættismaður eins og ég eigi að fara með veggjum og ekki vera að auglýsa sjálfan sig svona - þegar ég taldi mig vera að sinna málstaðnum og lögbundnu hlutverki mínu.


mbl.is Umsóknir nektarstaða til nýrrar umsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ger þú það sem þér finnst sjálfum réttast og halt þú þínu striki, Gísli, hebbði pabbi þinn sagt.

Þorsteinn Briem, 7.8.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Betra er að hafa framzóknarmann sem þorir að tjá sig um neytendamálefni í víðum skilníngi, en karltuzkuna í neytendasamtökunum, hverra flokka sem hún tilheyrir.

Steingrímur Helgason, 7.8.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sæll Jón; ég taldi upp þrjá þætti með tilvísun í fleiri vefslóðir í síðasta svari mínu og læt þessu nú lokið enda er af nógu af taka í því svari.

Gísli Tryggvason, 8.8.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband