Akureyrskt sumar og (ó)skeikul vísindi

Til er hugtakið indian summer. Þegar ég gekk um Borgartúnið með vinnufélaga síðdegis í dag vorum við a.m.k. sammála um eitt, að svo heitt hefði aldrei áður verið (og þó að mestu sólarlaust) en ég held að bæði mat og mælir staðfesti að ég hafi aldrei fyrr í minni u.þ.b. 17 ára búsetu á stór-Kópavogssvæðinu upplifað slíkan hita heima - síðan ég flutti að heiman frá Danmörku (en slíkt var auðvitað alvanalegt á Akureyri í gamla daga).

 

Mamma sagði svo, réttilega, í símann í kvöld að svo miklum hita hefði ekki verið spáð. Og þó teljast veðurfræðingar raunvísindamenn - en jarðvísindamönnum hefur reyndar tekist að spá fyrir um jarðskjálfta með innan við hálftíma fyrirvara.

 

Svo er fólk að finna að því þegar lögfræðingar - sem eru af meiði félags- eða hugvísinda - eru ekki allir sammála, alltaf!

 

En á hagfræðinga virðast margir trúa eins og.. ég veit ekki hvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Það, að það skuli vera svona gott veður bæði í Reykjavík og  á Akureyri. Gerist ekki oft , er það?

En það var yndislegt veður í dag og ég vona að það verði áfram.

Anna Guðný , 25.7.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Rétt og sammála.

Gísli Tryggvason, 25.7.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er alltaf gott verður í Vaðlaheiðinni og gott að búa í Kópavoginum.

Sigurður Þorsteinsson, 26.7.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.