Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Hæfni, heppni - eða óheppni?
Ein af mörgum ástæðum þess að ég hef hrifist af bandarísku stjórnskipulagi og stjórnkerfi er að þar virðast ríkja nokkuð skýrar línur milli yfirlýst pólitískra ráðninga í tilteknar toppstöður - samkvæmt reglum - og hæfnisráðninga sem annars munu meginregla. Það finnst mér ágætt - en betra er þó að sátt er um hver reglan sé. Þá finnst mér frábært hversu vel Bandaríkjamönnum hefur tekist að samræma hæfnisráðningar sjónarmiðum - sem ég tel réttmæt - um að minnihlutahópar nái eðlilegri stöðu í samfélaginu.
Hér á landi er óumdeild (en því miður ekki nægilega vel kynnt) lagaregla að í öll önnur störf en embætti ráðherra og framkvæmdarstjóra sveitarfélaga (þ.e. borgarstjóra, bæjarstjóra og sveitarstjóra) skal ráða óháð pólitískri afstöðu og samkvæmt hæfni; ef jafnhæfar manneskjur sækja um skal auðvitað láta kyn í minnihluta á því sviði njóta vafans.
Ég hef ekki misst trú á kerfið að þessu leyti þrátt fyrir einstök vonbrigði fyrir dómstólum og víðar og veit að frávik fela í sér undantekningar en ekki breytta reglu. Ég hafði að vísu í tæp 7 ár atvinnu mína af því að verja - og stundum sækja - réttindi háskólafólks sem taldi á sér brotið og sá og heyrði ýmislegt sem ekki virtist samkvæmt óumdeildum reglum; en, sem sagt, enn treysti ég því að kerfið standist skoðun, m.a. fyrir aðhald umboðsmanns Alþingis.
Sjálfur hef ég lengi talið að réttur stjórnandi ríkisstofnunar sé sá sem hafi bæði fagmenntun á hlutaðeigandi sviði (t.d. kennari í skólastofnun, leikari í leikhúsi og heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrastofnun) og reynslu af og menntun í stjórnun og rekstri. Sú skoðun er óbreytt.
Megi sá hæfasti vinna.
Samkvæmt tilvísaðri frétt sækja 14 um embætti forstjóra Landspítala og 11 um embætti forstjóra Veðurstofu. Ég tek fram að einn af þessum 25 umsækjendum er skyldur mér þannig að valda myndi vanhæfi samkvæmt stjórnsýslulögum.
Fjórtán sækja um forstjórastarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Ég er ekki í nokkrum vafa að þjóðin er með opin eyru þessa dagana.
það er alltaf "Heimsviðburður " þegar ráðningar í feit embætti er um að ræða.
Síðast fékk engin HJARATÁFALL við ráðningu " Dómarans".
Takk fyrir umfjölluna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 05:23
Þrælgóð grein hjá þér.
Það sem háir opinberum mannaráðningum hérlendis er að það er enn samþykkt í þjóðfélaginu að stjórnmálaflokkarnir úthluti sínu fólki góðum stöðum. Hverjir skaðast? Í ríkis og bæjarkerfinu, úir og grúir af óhæfum stjórnendum, sem e.t.v. hafa það eitt sér til ágætis unnið að hafa raðað upp stólum á stjórnmálafundum. Í síðustu ríkisstjórn voru það Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Nú eru Framsóknarmenn úti og sagt er að Framsóknarflokkurinn hafi enga menn eftir til þess að veita stöður.
Utanríkisþjónustan er hefur sýnt nokkra undantekningu á þessum ráðningarmálum. Ekki svo að ráðherrar þar hafa verið allt of viljugir að setja þangað óhæfa einstaklinga, af pólitískum ástæðum einum saman. Guðmundur Árni var settur sendiherra, en var í stjórnarandstöðu, Svavar Gestsson einnig. Þetta er virðingarvert.
Í fótbolta er það svo að þjálfari þarf að velja 11 bestu leikmennina í liðið. Það er alls ekki alltaf gert. Heldur ekki í landsliðin okkar. Þar hefur ýmiss konar pólitík verið ríkjandi. Hverjir tapa. Jú landsliðin. Enda erum við á FIFA listanum meðal óþekktra þjóða úr þriðja heiminum. Hef ekki heyrt sumra þessara landa getið. E.t.v. er ástandið hér, m.a. í mannaráðningum of líkt því sem gerist í þriðja heiminum.
Sigurður Þorsteinsson, 17.7.2008 kl. 07:27
Ég hef þá trú að Guðlaugur sé löngu búin að ákveða þetta.
Ráðningin er einungis leikur eins og þessar auglýsit er í álíka stöður.
Þrátt fyrir slæma stöðu spítalanns vilja margir stjórna, það er svolítið merkilegt finnst mér.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.7.2008 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.