The Birds

Í gærmorgun vaknaði ég við sannkallaða árás fugla svo að í svefnrofunum minnti gargið mig á "The  Birds" eftir Hitchcock. Þrestirnir - sem mér sýndust þeir vera - voru gríðarmargir og þetta var ekkert venjulegt fuglatíst en árásin var auðvitað ekki á sjálfan mig. Þeir gogguðu í gríð og erg í grasbalann fyrir vestan íbúðina sem ég var nýbúinn að marka með stórfallegu holtagrjóti í því skyni að skýla smátrjám og runnum. Ekki var það tilbúinn áburðurinn sem þeir ásældust heldur var það væntanlega maðkurinn eftir kærkomnar rigningar helgarinnar og næturinnar í kjölfar náttúrlegs áburðar skömmu áður. Um kvöldið sá ég að allur balinn var alsettur allstórum götum en þrestirnir hurfu jafnskjótt og þeir birtust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Svangir í góðgætið eftir langvarandi þurrk.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.7.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband