Aðeins aukagreiðsla fyrir valkvæða viðbótarþjónustu

Ég hef ekki amast við því að flugfélög eða önnur fyrirtæki taki viðbótargreiðslu fyrir valkvæða aukaþjónustu en hæpið virðist að taka viðbótargreiðslu fyrir fyrstu tösku á hvern farþega; það hlýtur að vera lágmark þegar maður flýgur utan og jafnvel landshluta á milli að taka með sér eina tösku, upp að tiltekinni þyngd eins og verið hefur; sá töskukostnaður á að mínu mati að vera innifalinn í farmiðanum því neytandinn er engu bættari - og jafnvel blekktur - með að fargjaldið sé brotið niður í mismunandi kostnaðarhluta svo sem töskugjald, afgreiðslugjald, flugþjóna-/flugfreyjugjald, eldsneytisálag o.s.frv.


mbl.is Fleiri flugfélög taka farangursgjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband