Miðvikudagur, 11. júní 2008
Told you so
Eins og ég benti á fyrir nær einu og hálfu ári og rökstuddi í löngu lagamáli bera ritstjórar, sem sagt, ábyrgð á ómerktu efni - þ.m.t. auglýsingum, svo sem óheimilum áfengisauglýsingum.
Þetta benti ég ritstjórum dagblaðanna reyndar persónulega á í kjölfarið enda vonaðist ég til þess að ábendingar þessar um réttarstöðuna leiði til breytts verklags á ritstjórnum eins og ég hef áréttað síðan. Dómarnir hljóta að hafa þessi áhrif nú enda eru þeir ágætt merki um meðábyrgð auglýsingamiðla eins og hér er rakið.
Ritstjórar sektaðir fyrir áfengisauglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Stjórnlagaþing Viltu stjórnarskrárvarið stjórnlagaþing sem þjóðin kýs til að semja nýja stjórnarskrá?
- Talsmaður neytenda Talsmaður neytenda hefur þríþætt hlutverk - varðstöðu um hagsmuni og réttindi neytenda, kynningu á réttarreglum um neytendamál og áhrif til úrbóta fyrir neytendur.
- Leiðakerfi neytenda Gerir neytendum sjálfum kleift að leita réttar síns óháð stað og stund.
- Viltu leita sátta? Aðgangur til ókeypis sáttaumleitunar fyrir neytendur hjá sýslumanni.
Höfundur
... á að verja neytendur og upplýsa...
... og er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum.
Leitið réttar ykkar í Leiðakerfi neytenda!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- gesturgudjonsson
- gudnym
- ekg
- gudridur
- hallurmagg
- annapala
- mortenl
- bryndisisfold
- ea
- olinathorv
- ringarinn
- marinogn
- gudruntora
- gudmundsson
- oddgeire
- holmdish
- hlynurh
- armannkr
- ragnhildur
- toshiki
- helgasigrun
- esv
- kolbrunb
- eirikurbergmann
- martasmarta
- judas
- vennithorleifs
- lara
- jensgud
- kristbjorg
- gvald
- lafdin
- sponna
- stefanbogi
- baldurkr
- klarasigga
- stebbifr
- husmodirivesturbaenum
- huldumenn
- gurrihar
- sveinnt
- roggur
- gudmundurmagnusson
- halkatla
- birkir
- kolbrunerin
- inhauth
- lillo
- ollana
- fleipur
- elfur
- don
- ingibjorgelsa
- vefritid
- ziggi
- volcanogirl
- bleikaeldingin
- herdis
- saemi7
- thuridurbjorg
- hemba
- gisliblondal
- ein
- hogni
- liljabolla
- hallibjarna
- asgerdurjoh
- gthg
- freedomfries
- bjarnihardar
- frisk
- hvala
- bumba
- jaj
- svavaralfred
- kokkurinn
- omarsarmalius
- kari-hardarson
- icekeiko
- siggiulfars
- svatli
- maggib
- hl
- lehamzdr
- haukurn
- esb
- gislihjalmar
- hlini
- fufalfred
- suf
- icerock
- ornsh
- gudbjorng
- reykur
- agnarbragi
- fsfi
- alla
- blossom
- skarfur
- arniharaldsson
- asabjorg
- thjodarsalin
- launafolk
- bjarnimax
- bjorgjens
- bookiceland
- gattin
- dofri
- doggpals
- einarbb
- hjolagarpur
- ews
- rlingr
- estersv
- fridrikof
- frjalshyggjufelagid
- geirthorst
- gingvarsson
- gillimann
- gretarmar
- bofs
- muggi69
- sverrirth
- zeriaph
- gunnaraxel
- vild
- heim
- helgatho
- hehau
- drum
- kht
- fridabjarna
- ingibjhin
- ibb
- fun
- godaholl
- stjornun
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- leifur
- vrkristinn
- reisubokkristinar
- wonderwoman
- peturmagnusson
- ludvikludviksson
- maddaman
- bidda
- iceland
- ragnar73
- robertb
- salvor
- sigurdurarna
- joklamus
- sigingi
- siggisig
- svanurmd
- strandir
- spurs
- tara
- nordurljos1
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- vilberg
- vilhjalmurarnason
- steinig
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorirniels
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Ef ritstjórar bera ábyrgð á ómerktu efni í blöðum þá hlýtur það sama að gilda um bloggið. Bera ritstjórar mbl þá ekki ábyrgð á nafnlausu bloggi?
Haraldur Bjarnason, 11.6.2008 kl. 22:25
Það er góður punktur; prentlögin sem ég vitna til í tilvísaðri grein á vefsíðu talsmanns neytenda gilda beinlínis aðeins um prentað efni; í nýlegu meiðyrðamáli sem Ómar R. Valdimarsson höfðaði og vann var lögunum hins vegar beitt, ef ég man rétt, með lögjöfnun um þá kröfu og niðurstöðu dómara að nafngreindur bloggari skyldi standa straum af birtingu dómsins og þar með leiðréttingu. Þá er álitamálið: verður lögjöfnun beitt hér - þ.e. um þá aðstöðu að nafnlaus bloggari meiðyrðir og hinn meiðyrti hefur engan annan til þess að stefna til ábyrgðar? Ég held að það sé hæpið enda ólíku saman að jafna - annars vegar að gera bloggara að kosta leiðréttingu á efni sem hann ber ábyrgð á samkvæmt almennum reglum hegningarlaga og hins vegar því að gera mann (ritstjóra) ábyrgan fyrir ummælum annars (nafnlauss bloggara). Þetta þarfnast því skoðunar en ég held að beina lagaheimild þyrfti til, sbr. einnig 69. gr. stjórnarskrárinnar og dómafordæmi Hæstaréttar um hana.
Gísli Tryggvason, 11.6.2008 kl. 22:43
Bloggarar hér á blog.is bera ábyrgð á öllu því sem þeir skrifa á sínu bloggi og því sem aðrir skrifa á þeirra bloggi, hvort sem það er skrifað undir nafni eða ekki. Notendum er skylt að skrá blogg sín á blog.is undir eigin kennitölu og vilji viðkomandi bloggari ekki fjarlægja skrif, myndir eða hreyfimyndir, af sínu bloggi ber hann ábyrgð á því, hvort sem hann birti það sjálfur eða ekki. Hver og einn bloggari er ritstjóri sinnar síðu og einungis viðkomandi bloggari og umsjónarmenn blog.is geta fjarlægt efni af hans síðu.
Í tilfelli Ómars R. Valdimarssonar og Gauks Úlfarssonar var sá síðarnefndi beðinn um að fjarlægja ákveðin ummæli sín um þann fyrrnefnda en hann neitaði því. Í pólitískri ritdeilu bloggara getur aftur á móti verið erfitt fyrir umsjónarmenn blog.is að skerast í leikinn og ákveða hvaða ummælum skuli eytt og hjá hverjum. Það var því eðlilegast að mál Ómars og Gauks færi fyrir dómstólana, fyrst Gaukur neitaði að eyða ummælum sínum um Ómar.
Þar að auki sakaði Gaukur Ómar um rasisma, sem er mjög þung ásökun, því rasismi varðar við Almenn hegningarlög (233. grein a). Ef dómstólar kæmust að þeirri niðurstöðu að ummæli Ómars hefðu verið rasísk væri Gaukur væntanlega laus allra mála en aftur á móti hægt að höfða opinbert mál á hendur Ómari fyrir rasisma.
http://ulfarsson.blog.is/blog/ulfarsson/entry/187711/
http://www.visir.is/article/20080227/FRETTIR01/80227083
"Notendum er frjálst að koma fram undir dulnefni á bloggi sínu, en ekki er heimilt að villa á sér heimildir. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að loka án frekari fyrirvara fyrir aðgang notanda sem verður uppvís að slíku. ...
Með því að staðfesta þessa skilmála er notandi að staðfesta að hann beri ábyrgð á öllum skrifum, myndbirtingum, myndbandabirtingum og öðru efni sem birtist á síðu hans. Óheimilt er að birta á síðum efni sem særir blygðunarsemi manna. Morgunblaðið ber á engan hátt ábyrgð á því sem notandi eða þeir sem heimsækja síðu notanda setja á síðu notanda."
http://www.mbl.is/mm/blog/disclaimer.htmlÞorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.