Faðir vor og lög um stéttarfélög og vinnudeilur

Í dag, 11. júní 2008, er faðir minn, Tryggvi Gíslason - sex barna faðir og eiginmaður, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri og um tíma deildarstjóri hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmannahöfn, Norðfirðingur, fræðimaður, ritstjóri, Kópavogsbúi og ýmislegt fleira - sjötugur.

 

Ég óska honum til hamingju hér á þessum vettvangi eins og ég hef gert í síma.

 

Til gamans má geta þess að pabbi er - upp á dag - jafn gamall lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur - sem eru líka gagnmerk. Reyndar tók ég þátt í að breyta lagabálki þessum fyrir rúmum 12 árum - vonandi til hins betra. Annars hafa lögin elst mjög vel - eins og pabbi minn; kannski hef ég líka tekið þátt í að breyta honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kveðjur að norðan til meistara Tryggva. Hann kenndi mér íslensku í Gaggó Aust fyrir 47 árum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:55

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jahérna......er á leið norður í 30 ára stúdendtsgleði...við eldumst víst öll

Hólmdís Hjartardóttir, 11.6.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hann faðir þinn er mikill höfðingi eins og hann á kyn til. Hafir þú átt þátt í að breyta honum fæ ég ekki annað séð en að útkoman sé í það minnsta góð þó mig bresti kunnugleika til að dæma hvort þar hafi verið knýjandi þörf á sem ég reyndar efast svolítið um.

En hvað sem því nú líður sendi ég honum og fjölskyldunni tilheyrandi hamingjuóskir og hlýjar kveðjur. 

Það er gott að vita af mönnum sem ráða yfir kjarngóðu og fögru máli og kunna að nota jafn vel og hann gerir.

Og vináttu þína á þessum vettvangi sem öðrum þykir mér gott að mega þiggja og vænti þar góðra samskipta.

Bestu kveðjur!

Árni Gunnarsson, 11.6.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Þakka góðar kveðjur sem ég þigg og kem til skila. Kær kveðja, Gísli.

Gísli Tryggvason, 11.6.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband