Hver ber sönnunarbyrðina?

Ónefnd verslun hér á höfuðborgarsvæðinu hringdi ítrekað í mig í morgun í báða símana og þegar í mig náðist var erindið að spyrja hvort ég hefði skilað lánsvöru sem ég hafði samkvæmt "leigusamningi" haft til endurgjaldslausra afnota í nokkra daga eða vikur á meðan gert var við sams konar vöru sem ég hafði keypt og hafði bilað fljótlega.

 

Fulltrúi verslunarinnar tók mig strax trúanlegan þegar ég sagði að ég hefði skilað vörunni fyrir all mörgum vikum þegar ég fékk minn eigin hlut til baka í góðu, viðgerðu standi. Ég - lögfræðingurinn - hafði samt klikkað á því að fá kvittun. Hvað ef ágreiningur hefði risið? Þá hefði ég reyndar getað spurt hvort almennt væru gefnar kvittanir við skil á (leigu- eða) lánsvörum og ef svo hefði ekki verið hefði ég getað haldið því fram að sönnunarbyrðin væri ekki mín eins og e.t.v. yrði talið ef kvittanir væru almennt gefnar við skil. Þá hefði ég getað nýtt mér Leiðakerfi neytenda á www.neytandi.is.

 

Þetta leiðir hugann að því að það er alltof algengt að neytendur séu krafðir staðfestingar á skuldbindingum sínum - t.d. á láni eins og í þessu tilviki eða leigu á kvikmynd - án þess að þeim sé boðin staðfesting á lausn undan skuldbindingunni við skil (og reyndar heldur ekki oft afrit af leigusamningi). Kannski er þetta ekkert vandamál en ég hef oft leitt hugann að þessu fræðilega álitamáli sem þarna hefði getað reynt á; til fyrirmyndar er þetta a.m.k. ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góð ábending og þörf. Þau eru afar gremjuleg þessi viðteknu viðhorf seljenda vöru og þjónustu að rétturinn sé eingöngu öðru megin.

Það eru svona tilfelli sem auka skilninginn á hugtakinu "tvíhliða samningar!"

Árni Gunnarsson, 10.6.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband