"Má ég fá kort?"

Ertu svona fá..., fátækur?

 

spurði dóttir mín þegar ég sagðist ekki eiga fleiri peninga en þær tvær krónur sem ég fann í skúffu til þess að leyfa henni að leika sér með í búðarleik með systur sinni og nágrannatelpunni.

 

Nei, ég nota eiginlega bara kort til að borga,

 

sagði ég.

 

Má ég fá kort?

 

sagði hún þá; ég neitaði - enda er ég einmitt um þessar mundir að freista þess ásamt umboðsmanni barna að ná sem heildstæðastri sátt um leiðbeiningar um aukna Neytendavernd barna þar sem m.a. er fjallað um aldursmörk í tengslum við markaðssetningu og notkun korta. Nei, raunveruleg ástæða er að ég þori ekki að taka áhættuna af því að greiðslukortin mín týnist í búðarleiknum.

 

Þetta minnir mig reyndar á skemmtilegt atvik fyrir um fimm árum þegar sonur minn, þá um 5 ára gamall, spurði hvaða (rauði) miði þetta væri sem ég var með í höndunum; það var 500-króna seðill. Hann hafði aldrei séð seðil áður - heldur aðeins mynt og greiðslukort.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég tek alltaf út pening í hraðbanka, bæði hérlendis og erlendis, og borga með seðlum.

Mér sýnist unglingar hér greiða fyrir allt með debetkortum, sama hversu lítið það kostar, og þurfa svo að greiða fyrir hverja debetkortafærslu.

Taka svo 17 ára gamlir lán til sjö ára til að kaupa bíl og eru þá búnir að borga andvirði tveggja bíla þegar upp er staðið.

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Einmitt; og þegar ég vann fyrir launafólk heyrði ég þá sögu að launafólk gæti ekki lengur farið í verkföll vegna kreditkortaskuldanna!

Gísli Tryggvason, 12.6.2008 kl. 23:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar fólk greiðir alltaf með seðlum hefur það miklu meiri tilfinningu fyrir því hversu mikið það eyðir hverju sinni en þegar það greiðir allt með kreditkortum og hefur  þá jafnvel ekki hugmynd um hversu hár kreditkortareikningurinn er orðinn fyrr en í lok hvers mánaðar þegar reikningurinn kemur inn um lúguna.

Þorsteinn Briem, 13.6.2008 kl. 09:18

4 Smámynd: Púkinn

Púkinn á ekki einu sinni debetkort - hefur nokkur kreditkort ef þörf krefur, en tekur annars bara út peninga og er með seðla í veskinu.  Engin kortafærslugjöld, og engin tölvuslóð um eyðsluna.

Púkinn, 13.6.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband