Ekki má blekkja neytendur varðandi uppruna grænmetis

Talsmanni neytenda ber lögum samkvæmt m.a. að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og kynna réttarreglur um neytendamál. Miðað við þessa frétt hefur ekki dugað til fyrirspurn mín ekki alls fyrir löngu til Umhverfisstofnunar, sem þá fór með þennan málaflokk (nú Matvælastofnun), og óformleg ábending mín í kjölfarið til ónefndrar heilbrigðisnefndar - en eftirlitssvæðin eru um 10 talsins á landinu.

 

Rétt er því að íhuga formlegri ábendingu um framkvæmd eftirlits eða jafnvel úrbætur á reglunum sem um þetta gilda en þær eru nú ekki gegnsærri en svo að:

 

Merking skal ekki vera blekkjandi fyrir kaupanda eða móttakanda, einkum að því er varðar sérkenni matvælanna, nánar tiltekið [...], uppruna, [...]

 

og:

 

Skylt er að merkja matvæli með eftirfarandi:

[...]

8. Upplýsingar um uppruna eða framleiðsluland ef skortur á slíkum upplýsingum gæti villt um fyrir neytendum hvað varðar réttan uppruna matvælanna [áhersla GT].

 

Vandinn virðist ekki bara vera óskýrar reglur heldur hugsanlega einnig ósamstæð framkvæmd því:

 

Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga [10 talsins] undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar [nú Matvælastofnunar], fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt.


mbl.is Grænmeti þvegið úr íslensku vatni og selt sem íslenskt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Það bóksaflega sauð á mér að lesa þessa frétt; maður vill geta treyst því að það sem standi á pakkningunum standist í raunveruleikanum!

Hvað er hægt að gera til að hvetja til aðgerða varðandi þetta?

kiza, 21.5.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: J. Trausti Magnússon

ú Gísli,  það er víða pottur brotinn. Hefurðu hugleitt hvar allt kýrkjötið er. Hefurðu nokkurn tíma séð kýrkjöt á boðstólnum á Íslandi. Staðreyndin er sú að megnið af því er selt sem nautakjöt, lundirnar, innralærið, hakkið o sv frv. Ég er hræddur um að húsmóðirin sem keypti nautalundirnar úti í búð fyrir 3.990.- kr kg fengi hland fyrir hjartað ef hún kæmist að því að þetta er af 12 vetra gamalli mjólkurkú.

J. Trausti Magnússon, 21.5.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvaða reglur gilda um erfðabreytt matvæli? Er ekki skylda til að merkja þær sérstaklega? Ef ekki, ætti það ekki að vera þannig?

Theódór Norðkvist, 21.5.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Varðandi erfðabreytt matvæli sem Thedór spyr um þá er það víst enn svo að Ísland er eina Evrópulandið sem ekki hefur neinar slíkar reglur - sem fyrir rúmu ári stóð til að setja af hálfu umhverfisráðherra eins og lesa má um hér í frétt um umsögn talsmanns neytenda um drög að reglugerð þar um; Neytendasamtökin, sem eru frjáls félagasamtök, hafa lengi barist fyrir úrbótum á því. Gylfi spyr um kjötborð en ég (Gísli) get ekki vísað í neinar sérstakar aðgerðir en fagna öllum ábendingum; kjarninn í því, sbr. og ábendingu J. Trausta, er hvort reglurnar eru í lagi eða ekki en ef reglurnar eru í lagi þá þarf eftirlitið að vera það líka. Kiza spyr um aðgerðir og ég vísa til færslu minnar hér að ofan; möguleikarnir eru:

  • bætt eftirlit,
  • breytt túlkun,
  • úrbætur á reglum.

Gísli Tryggvason, 21.5.2008 kl. 22:34

5 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Sæll Gísli.. Vonandi getur þú sem talsmaður neytenda fylgt því eftir að óprúttnir innflytjendur geti ekki svindlað svona á okkur...

Hefur þú ekki áhyggjur af því, að ef matvælalöggjöf ESB verði afgreidd frá alþingi nú fljótlega, verði það sama uppi á teningnum varðandi kjötið ?

Skákfélagið Goðinn, 21.5.2008 kl. 23:05

6 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk, Hermann, fyrir stuðninginn; reyni það. Ég er mjög tvístígandi í því máli en málið kom bara til umsagnar frá Alþingi með skömmum fyrirvara svo það er örðugt að hafa afgerandi formlega skoðun á því á svo stuttum tíma en það var ekki sent til umsagnar til talsmanns neytenda á vinnslustigi eins og ég hef óskað eftir við Stjórnarráðið.

Gísli Tryggvason, 21.5.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.