Til hamingju (við) Norðmenn

Í dag er þjóðhátíðardagur okkar Norðmanna - 17. maí - sem eins og margir vita hefur eins og íslenski þjóðhátíðardagurinn skírskotun í dag sem tengist sjálfstæðisbaráttunni. Færri vita kannski eða muna að fyrir örfáum árum má segja að ríkisstjórn Íslands hafi verið að 1/6 norsk (sem líklega er grundvöllur Spaugstofu-paranojunnar um norska samsærið):

 

Geir H. Haarde fjármálaráðherra, nú forsætisráðherra, er hálfnorskur í föðurætt eins og margir vita, Siv Björg Juhlin Friðleifsdóttir, sem hefur verið umhverfis- og heilbrigðisráðherra (man ekki í svipinn hvað hún var þá) og er nú alþingiskona, er hálfnorsk í móðurætt, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, sem þá var, nú sendiherra, er hálfnorskur í föðurætt og Valgerður Sverrisdóttir, sem þá var iðnaðar- og viðskiptaráðherra og situr á Alþingi, er gift norskum manni - og stundum er jú talað um maka sem betri helminginn. Samkvæmt þessu voru 4 af 12 ráðherrum - 1/3 ríkisstjórnarinnar - "hálfnorskir" og íslenska ríkisstjórnin því að 1/6 norsk! Þetta fannst okkur Norðmönnum ágætt - en sjálfur taldi ég mig allt að því hálfnorskan fram eftir aldri af því að ég er fæddur í Noregi. Nú hef ég áttað mig á að svo er ekki en mér er alltaf hlýtt til Norðmanna eins og fram hefur komið.

 

Þennan dag 1814 var ein elsta stjórnarskrá Evrópu undirrituð á Eiðsvelli, fyrir norðan Osló (þá Kristjaníu). Til hamingju Norðmenn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með daginn! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

 Ekki vissi ég að TIO væri hálfnorskur.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.5.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Gísli Hjálmar

Skemmtileg samantekt á ætterni alþingismanna og hvað það vísar til Noregs.

Gísli Hjálmar , 18.5.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband