Mega auglýsingabæklingar vera innan í fríblöðum?

Nú birtist þriðja og væntanlega síðasta óformlega skoðanakönnunin um fjölpóst og fríblöð - hér til vinstri - og stendur hún í tvo sólarhringa. Í þeirri fyrstu varð niðurstaðan að 90% svarenda vildu, með almennum hætti, takmarka dreifingu fjölpósts til neytenda. Í annarri könnuninni kom fram að 81% vildi geta valið milli fjölpósts og fríblaða. Nú er spurt:

 

"Viltu geta afþakkað fjölpóst innan í fríblöðum?"

 

Taktu þátt og segðu þína skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst vanta að skilgreina hvað telst fjölpóstur inni í fríblöðum.  Fríblöðin ein og sér eru fjölpóstur.  Þeim fylgir alls konar fjölpóstur, svo sem fjórblöðungar á glanspappír, fjórblöðungar sem prentaðir eru með fríblaðinu, fríblöð sem sett eru með fríblaðinu (sbr. Bændablaðið, blað háskólanema o.s.frv.) og síðan sérprentað efni á mörgum blaðsíðum (fleiri en fjórum), svo sem tímarit og bæklingar.  Ertu að tala um þetta allt eða bara fjórblöðunga á glanspappír? 

Marinó G. Njálsson, 15.5.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Gísli

 Ég hef adallega áhyggjur af bakheilsu bladburdarfólks ( fyrir utan audvitad sóunina á prentvökva og pappír). Mér skylst ad bladburdarfólki sé ekki bodin aukagreidsla fyrir mun thyngri bladabunka en venja væri fyrir. Thegar sonur minn bar út fréttabladid var thetta ad minnsta kosti svona.

Anna Karlsdóttir, 15.5.2008 kl. 12:33

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Ég vil geta valið um að fá EKKI fríblöð. Aðeins það sem ég gerist áskrifandi að.

Halldóra Halldórsdóttir, 15.5.2008 kl. 16:02

4 Smámynd: Anna Guðný

Ég er að reyna að sjá fyrir mér blaðaburðarmanneskjuna með blöðin með bæklingum í annarri hendi og blöðin án  bæklinga í hinni. En hvar á þá að geyma listann yfir fólkið sem vill bæklingana og listann yfir fólkið sem vill ekki? Ok, kannski einn listi en aumingja manneskjuna vantar samt eina hendi til.

Anna Guðný , 15.5.2008 kl. 23:42

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er líka fjölpóstur stundum innan í greiddum dagblöðum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.5.2008 kl. 12:16

6 Smámynd: Gísli Hjálmar

Það pirrar mig minna eftir að hægt er að skilja blöðin eftir í kassanum sem var settur upp til þess að bjóða valfrjálst hvort menn vildu Fréttablaðið eða ekki.

Það var gott framlag hjá þeim. 

Gísli Hjálmar , 16.5.2008 kl. 20:52

7 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sæl öll og takk fyrir þetta; var á námskeiði í sáttamiðlun og komst ekki fyrr í tölvu. Hér rek ég ítarlega lagasjónarmið um fríblöð og fjölpóst og mismunandi skilgreiningar. Þar greini ég fyrst og fremst á milli

  • fríblaða og
  • fjölpósts

en tilgreini fjórar aðrar tegundir óumbeðinna sendinga sem ég tek ekki á í viðleitni minni við að sporna gegn óheftri markaðssókn:

  1. "Nafnáritaður póstur er borinn út á grundvelli laga.
  2. Prentefni með stjórnmálaupplýsingum [...].
  3. Blöð og tímarit eru borin út á grundvelli viðskiptasamninga um áskrift [...].
  4. Opinberar tilkynningar, t.d. veitustofnana [...] um tímabundna lokun á viðkomandi svæði."

Sjá nánar hér.

 Lengra svarið hér ætti að svara Marinó - en í stuttu máli greini ég á milli ristýrðs efnis eins og hann nefnir dæmi um og auglýsingapósts "á glanspappír" eins og Marinó nefnir. 

 

Vinnuverndar- og umhverfisrökum Önnu hljóta margir að vera sammála. Á hinn bóginn geri ég ekki ráð fyrir að atvinnurekendur eða stjórnvöld haldi lista yfir málið - heldur að byggt verði á miðum sem neytendur geti nálgast og blaðburðarfólk skilið um hvað neytendur vilji eða vilji ekki.

 

Halldóra tekur undir kjarnaatriði í mínum málflutningi.

 

Guðrún Þóra víkur að mjög miklu álitamáli - þar sem fríblaðadreifendur telja jafnræði mikilvægt en ég hallast að því að markaðslögmáli virki, þ.e. ef áskriftarblað mitt fyllist af óþarfa auglýsingaefni - að mínu mati - þá segi ég því upp.

 

Gísli Tryggvason, 16.5.2008 kl. 20:53

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég les aldrei þessa auglýsingasnepla þoli ekki þennan átroðning.
fer að versla er ég þarf þess.
en hér hjá okkur á Húsavík þurfum við að sækja blöðin sjálf niður í búðirnar,
og sé ég iðulega BT bæklinginn liggja á gólfinu í haugum, fólk vill ekki þetta rusl með.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 08:49

9 Smámynd: Gísli Hjálmar

Persónulega finnst mér vanta heilstæða umræðu um það tjón og þá skaðsemi sem prentaður fjölpóstur hefur á umhverfið.

Eins hverju er til kostað og ekki síst; hverju er verið að fórna þá í ljósi sjálfbærrar þróunar.

Auðvaldshyggjan á ekki að eiga greiðan aðgang að neytendum án ábyrgðar.

En með ábyrgð á ég við að þeir sem dreifa, og/eða gefa út, þennan svokallaðan fjölpósti sjái um kostnaðin sem hlýst af því að farga fjölpóstinum; en ekki láta það lenda á okkur neytendum sem í flestum tilfellum biðjum ekki um þennan fjölpóst.

Gísli Hjálmar , 17.5.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband