Hefurðu skoðun á fríblöðum og fjölpósti? Greiddu atkvæði!

Ef þú hefur skoðun á því hvort neytendur eigi að geta haft áhrif á hvort þeir fái fríblöð sjálfkrafa auk fjölpósts ættirðu að greiða atkvæði hér til vinstri. Ef þú hins vegar leggur fjölpóst (auglýsingabæklinga) og fríblöð að jöfnu vil ég auðvitað gjarnan líka heyra þitt sjónarmið. Athugasemdir eru vel þegnar ef spurningarnar endurspegla ekki veruleikann að þínu mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvernig metur þú auglýsingar sem koma sem lausir bæklingar innan í fríblöðunum?

Gestur Guðjónsson, 14.5.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Ætli það verði ekki næsta spurning en á því strandaði nefnd PFS

Gísli Tryggvason, 14.5.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Ingvar

Þar sem að dagblöð og auglýsingabæklingar  eru um það bil helmingur af öllu  heimilis sorpi, er ekki þá augljós krafa almenings um að þeir sem gefa þau út og senda inn á hvert heimili sjá um að farga þessu rusli. Fréttablaðið er með einhverja poka eða töskur sem fólk getur fengið til þess að safna saman blöðum og fara með þau síðan í blaðagáma. Auðvitað ættu Fréttablaðið og 24 Stundir að koma og sækja blaðabúnkanna og farga þeim síðan og bera allan kostanðin við  það ,en ekki láta heimilin bera þann kostnað. Auglýsingabæklingarnir eru yfirleitt bornir út með dagblöðunum þannig að þeir geta fylgt með. 

Dagblöð eru  úrelt , internetið er núið. Það eru allir með internetið hvort sem þeir eru heima í vinnu  eða ferð (gsm símar eru með internet). 

Hvernig væri að stefna að því að Ísland verði dagblaðalaust fyrir 2010. 

IHG 

Ingvar, 14.5.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég legg til að útgefendur dagblaða og auglýsendur sem láta prenta dreifibréf borgi sjálfir förgunargjald á hvert eintak í hlutfalli við þyngd. Förgunargjaldið á svo að standa undir kostnaði við bláar tunnur sem heimili fá sér að kostnaðarlausu. Síðan má beita sektum ef fólk setur annað en endurvinnanlegan pappír í tunnurnar.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 14.5.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst munur á fríblöðum eða fjölpósti.

Ég er sammála Ólöfu hér að ofan, þeir sem kosta þessa bæklinga eiga einnig að kosta urðun eða förgun að sjálfsögðu.

Mér finnst ennþá huggulegra að sitja með kaffið mitt og dagblaðið í morgunsárið heldur e að sitja á netinu, segi nú svona.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.5.2008 kl. 22:05

6 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sammála; persónulega vil ég sitja með blað í höndum við morgunverðarborð eða úti í sólinni - þar sem tölvan nýtur sín ekki. Sjálfur mun ég því ekki afþakka mikið. Mikill meirihluti neytenda (80-90%) virðist hins vegar vilja að spornað sé við "veiðileyfi" á að senda neytendum óumbeðinn pappír.

Gísli Tryggvason, 14.5.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband