Framsókn svarar kalli dagsins

Mér sýnist í fljótu bragði að Guðni og Framsóknarflokkurinn hafi orðið við því sem ég kallaði kröfu dagsins hér í fyrradag - á baráttudegi launafólks og vegna hagsmuna neytenda, þ.e. að spyrja þjóðina hvort sækja eigi um fulla aðild að ESB; meira um það á morgun - þ. á m. um röð og fjölda þjóðaratkvæðagreiðslna um málið.


mbl.is Þarf að breyta stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gísli, það er náttúrulega löngu orðið tímabært að auka vald kjósenda.  Við kjósum fólk til ábyrgðarstarfa á fjögurra árafresti m.a. eftir þeim loforðum sem það gefur.  Síðan kemst það til valda og stingur öllum sínum loforðum inn í gleymskuhvelfinguna og lokar tryggilega á eftir.  Málið er að það skiptir engu máli hverja við kjósum, það láta allir svona.  Það hallærislegasta í þessu er að við vitum að kosningaloforðin eru orðin tóm, en mætum samt og kjósum.

Marinó G. Njálsson, 3.5.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Búið verður að breyta hér stjórnarskránni eftir þrjú ár, í upphafi næsta kjörtímabils, og þá göngum við í Evrópusambandið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina.

Það þarf enginn að velkjast í vafa um það.

En að sjálfsögðu geta menn það, ef þeir nenna því.

Með kveðju,

Þorsteinn Briem, 4.5.2008 kl. 01:33

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvort eru það hagsmunir neytenda að spyrja þjóðina eða ganga í ESB?  Róm, Brussel eða Moskva?  Namm, namm.

Björn Heiðdal, 4.5.2008 kl. 05:38

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Ég er sammála upphafsafstöðu Marinós (en ekki vantrúnni sem felst í framhaldinu) og spá Steina; Birni vil ég svara svo að kjósendur hafa hagsmuni af því að vera spurðir og mitt mat er það að neytendur hafi hagsmuni af fullri aðild að ESB eins og ég rökstyð hér.

Gísli Tryggvason, 4.5.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband