Til hamingju (sumir, nei örfáir) neytendur

Hér er gott dæmi um að lögin vernda neytendur - ef þeir leita eftir því - en í þessu tilviki kannski aðeins þá fáu, sem hafa haldið til haga kvittunum af bensínkaupum undanfarinn rúman áratug (hér allt frá 1995). Reglurnar eru, sem sagt, oft ágætar - en hér er því miður óraunhæft að tugþúsundir neytenda sæki bótarétt sinn fyrir dómi sem ekki hafa geymt kvittanir til sönnunar um

  • hvort,
  • hvar,
  • hjá hverjum,
  • hvenær og
  • hve mikið

 

bensín þeir keyptu undanfarinn hálfan annan áratug frá því að samkeppnislög tóku gildi.

 

Dómur 5 einhuga hæstaréttardómara er merki um réttsýni og að dómstólakerfið virkar ágætlega - innan þeirra marka sem löggjöfin setur:

 

"Í málinu krefst [neytandi] skaðabóta vegna tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir við kaup sín á bensíni hjá [umræddu olíufélagi] á tímabilinu frá 10. ágúst 1995 til 18. desember 2001 vegna ólögmæts verðsamráðs þess síðarnefnda og tveggja annarra olíufélaga. Ágreiningslaust er að með samráðinu hafi [umrætt olíufélag] brotið gegn 10. gr. þágildandi samkeppnislaga nr. 8/1993. Af gögnum málsins er ljóst að það samráð tók meðal annars til verðlagningar á bensíni. [Umrætt olíufélag] hefur ekkert fært fram í málinu, sem staðið getur í vegi þeirri ályktun að tilgangur samráðsins hafi verið að hækka tekjur hans með því að selja bensín á hærra verði en annars hefði verið. Þá hefur honum ekki tekist að sýna fram á að slíkur ágóði hafi ekki í reynd hlotist af samráðinu. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, sem skírskotaði jafnframt til niðurstöðu héraðsdóms 6. desember 2006 um hluta málsins, er [umrætt olíufélag] skaðabótaskyldur við [neytandann]."

 

Næsta skref á löggjafinn - með því að setja lagareglur um hópmálsókn - eða talsmaður neytenda í að leggja þetta til, eins og lögð hafa verið drög að. Meðan hópmálsókn er ekki möguleg eða raunhæf þarf að huga að öðrum úrræðum til þess að koma fram þeim varnaðaráhrifum sem felast í skýrum bótarétti neytenda.

Ég óska Neytendasamtökunum, sem kostuðu þetta mál sem prófmál, til hamingju með sigurinn.


mbl.is Ker greiði bætur vegna samráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þetta virðist vel ígrundaðaur dómur. Það verður spennandi að  fylgjast með framhaldinu.

Sævar Finnbogason, 1.5.2008 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.