Landsins versti bílasali

Er ekki rétt að huga að öðrum þáttum neytendamála fyrir bílaneytendur? Sá á neytendaþættinum “Kontant” á danska ríkissjónvarpinu í gærkvöld ítarlega umfjöllun um vonsvikna neytendur sem höfðu orðið fyrir barðinu á bílasala - sem hafði ekki bara selt bíla er ekki stóðust væntingar heldur stóðust hvorki yfirlýsingar hans um að bílar væru nýskoðaðir o.þ.h. né fór hann að álitum úrskurðarnefndar í neytendamálum í mörgum málum gegn honum. Umfjöllunin, sem var beinskeytt og fól m.a. í sér rökstuddar ásakanir um svik og skjalafals, er liður í kjöri neytendaþáttarins á “Danmarks værste brugtvognsforhandler.”

Rætt var við marga neytendur sem höfðu þurft að draga nafngreindan bílasalann fyrir úrskurðarnefndir og jafnvel dómsmál en allt kom fyrir ekki því þegar kom að því að fullnusta dóminn borgaði hann ekki og neytandinn bar sönnunarbyrði fyrir því að hann ætti eignir. Það var ekki fyrr en fjárnám hafði verið tekið í bílum , sem sannaðist að hann ætti, og komið var að því að fjarlægja þá að hann endurgreiddi bíla sem var skilað í kjölfar riftunar. Þátturinn sýnir hversu brýnt getur verið að nafngreina svörtu sauðina - og hafa fjölmiðla sem sinna rannsóknarblaðamennsku fyrir neytendur.  Danska neytendakerfið er líkt hinu íslenska – på godt og ondt – en íslenskir neytendur hafa það kannski fram yfir danska að geta farið á einn stað á Leiðakerfi neytenda og leitað réttar síns með gagnvirkum hætti á www.neytandi.is. Það sem vantar á Íslandi er virkur neytendaþáttur í sjónvarpi á borð við þennan eins og ég hef bent útvarpsstjóra ítrekað á.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband