Límmiðar í stað verðmiða

Þetta er frábær hugmynd hjá Neytendasamtökunum - og enn betri útfærsla, sem ég heyrði af í síðdegisútvarpi RÚV í dag, þ.e. að virkja meðvitaða neytendur til þess að líma á hillur þar sem verðmerkingar vantar en nota límmiðana annars til þess að sannreyna hvort kassaverð er í samræmi við hilluverð eins og vera ber.

 

Góðu fréttirnar eru líka þær að á bloggi við þessa frétt og víðar undanfarið sé ég að neytendur velkjast ekkert í vafa um réttarstöðu sína - þ.e. þeir vita, sem rétt er, að hilluverð sem er lægra en kassaverð er almennt bindandi, þ.e. tilboð sem neytandinn telst samþykkja þegar hann setur vöru í körfu eða kerru, neytandinn á því að jafnaði rétt á að kaupa vöru á lægra hilluverði þegar á kassa er komið.

 

Sjá hér stutta dæmisögu um þrefalt verðklúður sem ég lenti í um páskana.

 

Sjá einnig nýlega frétt á vefsíðu talsmanns neytenda um mikilvægi verðmerkinga og eftirlits með þeim, svo og rúmlega ársgamla greiningu mína á vanda við ónógar verðmerkingar, of tíðar verðbreytingar og of miklar verðmerkingar!


mbl.is Neytendasamtökin með átak í verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég ætla að kaupa mér límmiða

Hólmdís Hjartardóttir, 16.4.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband