Stimpilskattur mismuni ekki við endurfjármögnun

Brýnna þykir mér þó að afnema mismun stimpilgjalda við endurfjármögnun - eftir því hvort lánveitandi er nýr eða sá sami, eins og segir frá hér um þessa tillögu mína til fjármálaráðherra í tengslum við loforð um umræddar breytingar. Rökin eru þau að neysluskattar og aðrir skattar eigi ekki að draga úr samkeppni - eða eins og segir m.a. í tillögunni:

 

Ég tel augljóst að tilvitnað lagaákvæði sé óbreytt til þess fallið að hafa hamlandi áhrif á samkeppni á milli þeirra sem veita neytendum veðlán til fjármögnunar á íbúðarhúsnæði og að afnám þess væri því til úrbóta fyrir neytendur. Ég tel einnig að óbreyttu að lagaákvæðið kunni að brjóta gegn hagsmunum og réttindum neytenda enda er samkeppni ónóg á þessum markaði.

 

Sjá hér um frétt RÚV rétt í þessu um inntak breytingar á stimpilgjöldum. Formlegt svar hefur ekki borist talsmanni neytenda frá fjármálaráðuneytinu.


mbl.is Óttast stíflu á fasteignamarkaði fram til 1. júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband