Kominn í karlabindindi !

Jæja, nú er komið nóg; í tilefni af 4ra vikna bloggafmæli mínu og afmælisdegi fyrsta kvenkyns forseta Íslands í dag og afmæli fyrrverandi krónprinsessu Íslands á morgun tilkynnist hér með eftirfarandi: Héðan í frá samþykki ég ekki - og bið ekki um - fleiri karlkyns bloggvini fyrr en markmiðinu er náð sem ég skrifaði um hér um daginn - við misjafnar undirtektir. Auðvitað er ég samsekur en þrátt fyrir einlægan og yfirlýstan ásetning - og heiðarlegar tilraunir mínar - er hlutfall kvenkyns bloggvina minna enn nokkuð undir 40%.

 

Hér má lesa stuttlega um lagapólitísk rök fyrir slíkum kvótum - í fullri alvöru. Náist yfirlýst markmið ekki er ég bara farinn aftur til Noregs (er reyndar á leið þangað í næstu viku). Jafnrétti skal ekki aðeins predikað, í orði - heldur einnig stundað, á borði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Heill og sæll

Vildi bara þakka fyrir bloggvináttuna. Gaman að lesa vefinn þinn. Vildi líka hrósa þér fyrir góð verk sem talsmaður neytenda - ert að gera góða hluti í því.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.4.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sæll sveitungi og takk sjálfur fyrir áhugann fyrr og síðar. Gott að eiga þig að. Takk fyrir hrósið; þú átt sjálfur heiður skilinn fyrir málefnalega umræðu sem greinilega er vel metin hjá blogglesendum.

Gísli Tryggvason, 16.4.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Má til með að kvitta fyrir innlitið, þó ekki sé nema til að jafna kvótann í athugasemdakerfinu !

Ragnhildur Sverrisdóttir, 16.4.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband