...aftur í tímann, já, en verðbólguhraðinn nú!

Hvað segir ökumaður við lögreglumann sem tekur hann við of hraðann akstur á Holtavörðuheiðinni? Segir ökumaður: "Já, en að meðaltali hef ég ekið á löglegum hraða frá Akureyri."? Nei, ökumaðurinn viðurkennir sök sína. Þessa samlíkingu hef ég tekið þegar ég andmæli hagfræðingum og bendi fjölmiðlum á að villandi sé að tala um að verðbólgan "nú" sé tiltekinn hundraðshluti (hér 8,7%) eins og oft er gert.

 

Verðbólguhraðinn er tæp 13% miðað við síðustu þrjá mánuði og um 19% miðað við síðasta mánuðinn; Það er um 19% sem verðtryggð lán hafa hækkað á ársgrundvelli síðasta mánuðinn. Það tel ég nærtækari og meira lýsandi tölur frá Hagstofu Íslands en hækkunina síðustu tólf mánuði (8,7%) sem oft er kynnt í fjölmiðlum. Þessu eru hagfræðingar ekki sammála og vilja mæla tólf mánuði aftur í tímann í ljósi þess að þannig er rætt um verðbólgu í hagfræði.

 

Að mínu mati er verðbólguhraðinn nærtækari í umræðu um breytingu á vísitölu neysluverðs milli mánaða enda eru lögbundin áhrif hennar þau að "verðtryggð" lán hækka (eða lækka, þá sjaldan að það gerist) um þann hundraðshluta á ársgrundvelli síðasta mánuðinn, ekki um 8,7%.


mbl.is Mesta verðbólga í 6 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Góður pistill Gísli og samlíkngin við ofsaakstur og meðaltalið er hárrétt. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.3.2008 kl. 10:01

2 identicon

Sammála þessu

gfs (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:09

3 Smámynd: Johnny Bravo

8,7% á árgrundvelli, ég held ég fari að gráta. Ef maður er að borga 100þ af 20mill og fær bara 23þ á mánuði í vaxtabætur þá hækkar bara 80afborguninn í 80.660kr og hvar á ég að fá þennan 660kall hehe

Við munum bara fá það sama í launhækkanir
 og vel það. Bara um að gera að slaka aðeins á og njóta vorsins.

Annars er þarft verk að leggja niður tolla og hafa sama virðisauka á allar vörur.

Verðbólga 2003-2007 var 4,2% á ári að meðaltali og 2,2% án húsnæðis.

Launavísitalan hækkaði miklu meira en þetta. Fyrir utan að húsnæðishækkanir teljum við flest okkur til tekna.

Johnny Bravo, 28.3.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband