Hópmálsókn myndi færa neytendum í raun þann rétt sem þeir eiga að lögum

Þegar (ég segi ekki "ef") Alþingi færir neytendum - vonandi strax í kjölfar kosninga - úrræði svo að þeir geti í raun náð þeim rétti sem þeir eiga að formi verður það einhver mesta réttarbót sem hér hefur orðið til handa neytendum.

 

Hópmálsókn myndi gera neytendum og öðrum kleift að höfða dómsmál sameiginlega, þess vegna (tug)þúsundum saman, sem ella hefði ekki verið höfðað - þ.e. um öll þessi smáu og meðalstóru réttarbrot sem eru öllum lögfræðingum ljós en ekki borgar sig - hvorki fyrir neytandann, lögmanninn né þjóðfélagið í heild - að sækja í einstökum málum. Meðan hópmálsókn er ekki fær borga lögbrot í garð neytenda sig og réttindi þeirra eru í sumum tilvikum orðin tóm þrátt fyrir ágæt úrræði önnur sem gerð eru skil í Leiðakerfi neytenda.

 

Um þetta hef ég nokkrum sinnum fjallað áður hér á neytendablogginu (neðst er elsta færslan, ársgömul, um hæsaréttardóminn sem staðfestir efnislegan rétt neytenda til skaðabóta vegna olíusamráðs - en í raun aðeins til handa þeim sem hafa haldið til haga kvittunum til sönnunar):


mbl.is Fær skaðabætur vegna samráðs olíufélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband