Bótaskylda viðurkennd vegna brots á jafnræði neytenda

Nú - einu ári og einum degi eftir neyðarlögin - fellur loks fyrsti efnisdómurinn (og það aðeins á fyrra dómstigi) um afleiðingar og aðdraganda hrunsins og tengdra atvika; neytendur sjálfir (og aðrir tjónþolar) þurftu að reka þetta mál en opinberir aðilar komu þar lítið nærri - sem að mínu mati sýnir að árið hefur ekki verið nægilega vel nýtt af til þess bærum aðilum!

 

Auk þess fellst dómurinn aðeins á svokallaða viðurkenningarkröfu (varakröfu í málinu) en í því felst að ef ekki verður samkomulag um útreikning til uppgjörs tjóninu, sem dómurinn fellst á að bæta skuli, getur þurft annað dómsmál um útreikning tjónsins eins og reyndar er fremur algengt í skaðabótamálum.

 

Án þess að ég hafi gefið mér tíma til að greina dóminn í smáatriðum má hér greina meginrökin í forsendum fjölskipaðs héraðsdóms sem eru:

 

að á það er fallist með [neytanda] að hlut­deildar­skírteinishöfum hafi verið mismunað í aðdraganda að lokun sjóðsins 6. október 2008 eftir því hvort þeir innleystu hlutdeild sína eða ekki. 

 

Mismununin fól í sér brot gegn jafnræði sjóðfélaga sem skylt var að mati dómsins að gæta að.

 

Þeir, sem innleystu hlutdeild sína frá 10. september 2008 til lokunar 6. október s.á., fengu of hátt verð fyrir eignarhlut sinn í sjóðnum sem leiddi til þess að eign þeirra, sem eftir sátu, rýrnaði að sama skapi. 

 

Með þessu bökuðu Landsvaki og Landsbankinn sér bótaskyldu gagnvart neytandanum sem var meðal þeirra sem höfðuðu mál. Fróðlegt verður að sjá hvaða afstöðu Hæstiréttur tekur ef málinu verður áfrýjað - svo og hvernig neytendum og öðrum tjónþolum gengur að innheimta kröfur sínar.

 

Ég tek fram að ættingi minn var skamma hríð, töluvert eftir hrunið og tjónið, forsvarsmaður Landsvaka.


mbl.is Bótaskylda Landsvaka viðurkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er þó fyrsta hænuskrefið sem vonandi stækkar á síðari stigum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.10.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Við skulum vona að dómar taki á næstu mánuðum í meira mæli tillit til neytendaverndar.

Þú getur nú huggað þig við, að maður velur sér vini en ekki fjölskyldu.

Marinó G. Njálsson, 8.10.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Rétt; Hólmfríður. Vonandi Marinó; lokaorðin hafði ég með til að útiloka tortryggni en tel að ekkert sé upp á hans störf að klaga hjá Landsvaka enda vann hann að endurreisn löngu eftir hrun, tjón og uppgjör til tjónþola!

Gísli Tryggvason, 8.10.2009 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband