Nú árið er liðið...

Í dag er merkisdagur; ég man þennan dag í fyrra eins og sumir muna 22. nóvember 1963, er Kennedy var myrtur, og eins og ég man 28. febrúar 1986 er Palme var skotinn! Þá hrundi heimurinn - að einhverju leyti - eins og við töldum okkur þekkja hann.

 

Ég hef ekkert nægilega gáfulegt nýtt að segja á þessum ársdegi - en minni á færslu mína rúmri viku fyrir hrunið enda verða nánari upplýsingar og minningar líklega að bíða betri tíma. Fyrir utan það, sem þar kom fram, læt ég nægja að segja að þá helgi hitti ég hátt settan mann, sem átti að vera mun betur tengdur en ég, sem virtist áhyggulaus miðað við mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Blekkingaleikurinn var magnaður og afneitunin líka mikil.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.10.2009 kl. 02:12

2 Smámynd: ThoR-E

11. september 2001 mun alltaf vera í huga mér, sem og hrunadagurinn hér á fróni.

Ekki er nú mikið búið að gera á þessu ári eftir hrun.

Vonbrigði.

kv.

ThoR-E, 7.10.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband