Almennar og sértækar lausnir á vanda neytenda vegna íbúðarveðlána

Í Silfri Egils í dag vék Björn Þorri Viktorsson hrl. að því að í bígerð væri fjöldi málsókna neytenda gegn fjármálafyrirtækjum o.fl. vegna forsendubrests í kjölfar verðbólgukúfs og gengishruns. Málsókn er að mínu mati þrautalending ef vandi neytenda vegna íbúðarveðlána er ekki leystur með almennum hætti.

 

Á fundi á fimmtudagskvöld á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna þar sem við Björn Þorri höfðum framsögu ásamt Hólmsteini Brekkan kynnti ég lauslega áform mín sem talsmaður neytenda um tillögugerð til stjórnvalda um almenna lausn á vanda heimilanna í anda ákalls til stjórnvalda sem ég og samtökin o.fl. stóðu að fyrir rúmum tveimur mánuðum. Hugmynd mín um nákvæma útfærslu hefur þó ekki verið birt opinberlega. Á fundinum gerði ég grein fyrir þeim  fjórum megin leiðum - almennum eða sértækum - sem færar eru að mínu mati og hafa verið í umræðu og undirbúningi eða til samþykktar á Alþingi undanfarnar vikur og jafnvel mánuði:

 

 

Dómstólar

Löggjafi

Dómsúrskurður

Gerðardómur

Sértækar lausnir

Málsókn / málsvörn

 

Greiðsluaðlögun

 

Almennar lausnir

(Hópmálsókn; enn ófær)

Flöt leiðrétting

 

Almenn niðurfærsla

 

Væntanlega tillögu mína um hvernig rétt sé að standa að almennri niðurfærslu íbúðarveðlána - verðtryggðra sem gengistryggðra - mun ég fyrst kynna stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum áður en hún verður birt opinberlega. Fimmti valkosturinn gæti verið að samþykkt yrðu afturvirk lög um eiginlega hópmálsókn sem myndi gera neytendum kleift - jafnvel (tug)þúsundum saman - að sækja rétt sinn í einu máli eða nokkrum fyrir almennum dómstólum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert mikill fjársjóður Gísli Tryggvason fyrir neytendur þessa lands.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.4.2009 kl. 17:30

2 Smámynd: TARA

Mér líst vel á þessar tillögur og vona bara að besta leiðin fyrir alla, verði valin...ég giska á að almenn niðurfærsla og greiðsluaðlögun séu skástu úrræðin.

Hvenær heldurðu að þetta liggji ljóst fyrir ?

TARA, 19.4.2009 kl. 20:12

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Þakka undirtektirnar, Hólmfríður og TARA; ég vonast til að kynna þetta í vikunni fyrir stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum og senda svo frá mér og birta opinberlega innan viku.

Gísli Tryggvason, 19.4.2009 kl. 22:12

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Auðvitað verður nýtt Alþingi að leggja fram lög & samþykkja lög sem "...samþykkt yrðu afturvirk lög um eiginlega hópmálsókn sem myndi gera neytendum kleift - jafnvel (tug)þúsundum saman - að sækja rétt sinn í einu máli eða nokkrum fyrir almennum dómstólum."  Þessi möguleiki er til staðar í öllum Evrópu ríkjum nema hérlendis.  Enda tók RÁNFUGLINN alltaf málstað "fákeppnisfyrirtækja" fram yfir "hagsmuni þjóðarinnar".  Fólk sem ennþá kýs þann flokk er vægast sagt með "meiriháttar húmor...."  Ég treysti því Gísli að þú sjáir til þess að slíkum lög verði sett í forgang þegar nýtt Alþingi kemur saman.  Þú stendur ávalt vaktina mjög vel fyrir okkur neytendur í landinu, en samt verður að gefa í - þú átt að biðja um að fá að ráð 2-4 aðila í viðbót til þín.  Fákeppnismarkaðurinn er búinn að nauðga okkur of lengi, í guðanna bænum farðu nú að taka á t.d. "tryggingar OKRI & SIÐBLINDU" er kemur að VERÐSKRÁM þessara tryggingarfélaga...."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 20.4.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.