Neytendur ekki lengur í vörn - heldur sókn

Hér er enn eitt dæmið að neytendur eru ekki dæmdir til þess að vera endalaust í vörn - heldur geta þeir líka verið í sókn og það á mörgum vígstöðvum eins og þessi dómur sjálfs Hæstaréttar Bandaríkjanna ber vitni um. Ég heyrði reyndar af þessum dómi í gærkvöldi en náði ekki að blogga um hann fyrr þó að ég hafi vísað til hans í viðtali ásamt umboðsmanni barna í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1 í morgun um aukna neytendavernd barna.

 

Í frásögn á www.mbl.is segir um dóminn:

 

Dómurinn úrskurðaði að reykingamenn eigi rétt á því samkvæmt neytendalögum að fara í mál vegna merkinga á „light“ sígarettum sem talið er að geta verið blekkjandi.

 

Af þessu má ráða að þó að heimilt sé að selja tiltekna vöru er ekki sjálfsagt að kynna megi þá vöru (eða þjónustu) án fyrirvara enda var í dóminum talið að neytendavernd gegn blekkingum í garð neytenda vægi þyngra en heilsufarsvandamál reykingamannanna 3ja sem reykt höfðu "léttar" sígarettur. Þetta má væntanlega heimfæra á viðleitni okkar umboðsmanns barna, sem rædd var í viðtalinu, við að sporna við markaðssókn sem beinist að börnum - m.a. með aukinni neytendavernd barna gagnvart óhollri matvöru - þó lögleg sé. Drög leiðbeininga embættanna um aukna neytendavernd barna eru til umsagnar til jóla.

 

Í úrskurðinum virðist einnig felast að neytendavernd ryður burt sjónarmiðum um atvinnu- og viðskiptafrelsi þvert á fylkjamörk sem annað fyrirtækið vísaði til. Verður spennandi að fylgjast með efnisniðurstöðu í málinu en Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í þessu máli aðeins um rétt umræddra neytenda til málsóknar. Það leiðir hugann að öðru sem við Íslendingar getum tekið upp eftir nágrönnum okkar vestan hafs og austan - þ.e. réttarfarshagræðið hópmálsókn.


mbl.is Hæstiréttur BNA dæmir gegn tóbaksframleiðendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.