Hvort skiptir meira máli - hagur neytenda eða formsatriði?

Í dag vek ég athygli á umfjöllun minni á heimasíðu embættis talsmanns neytenda um það hvort mikilvægara sé að huga að kjörum og skilmálum í neytendaviðskiptum eða eignarhaldi fyrirtækja; ég er ekki í vafa og svara því þar - bæði í lengra og skemmra máli.

 

Þar segir í útdrætti:

 

Í pistli í talhorninu í gær rökstyður talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, hvers vegna það er að hans mati aukaatriði hver eigi og reki starfsemi sem snýr að neytendum; aðalatriðið fyrir neytendur sé á hvaða kjörum og með hvaða skilmálum vara eða þjónusta sé boðin. Talsmaður neytenda heldur því fram að það sé mikilvægara verkefni að setja réttlát neytendalög en að takast á um eignarhald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband