Talsmaður neytenda óskar enn eftir staðfestum upplýsingum um mismunun gagnvart íslenskum neytendum erlendis

Um leið og ég árétta ósk mína á heimasíðu embættis talsmanns neytenda um upplýsingar um nöfn verslana, stað og stund á slíkum tilvikum á netfang mitt gt@talsmadur.is vil ég árétta þessa frétt um að óheimilt er að mismuna Íslendingum erlendis - rétt eins og refsing er lögð við því að mismuna neytendum hérlendis á grundvelli þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar o.fl. ómálefnalegra sjónarmiða. Eins og fram kemur í tenglum í fréttinni hef ég brugðist við slíkum tilvikum sem ég hef frétt af á Íslandi.

 

Eins og hér kemur fram er slík mismunun neytenda refsiverð hérlendis og ætti að vera það í Bretlandi enda um að ræða lögfestingu á alþjóðaskuldbindingum. Hér hljóðar hegningarlagaákvæðið svo:

 

Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.


Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.

 

Vegna sambærilegra frétta hef ég þegar haft samband við kollega minn, umboðsmann neytenda, í Danmörku og er hann viðbúinn ef "konkret" upplýsingar koma fram um stað, stund og nafn verslunar. Hið sama mun ég gera gagnvart til þess bærum neytendayfirvöldum í Bretlandi ef mér berast haldbærar upplýsingar.


mbl.is Óvelkomnar í gæludýraverslun í Glasgow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Ómar B.

Sammála Helgu, þetta er flott hjá þér Gísli!  Mætum þessu keik og á þann hátt sem lög, reglur og heilbrigð skynsemi býður.  Og mér finnst áhugavert að sjá þá samvinnu sem er á milli þjóða í þessu tilviki, gangi þér vel.

Ómar B., 22.10.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gott hjá þér Gísli.  Þetta er eitt af því sem ECRI (European Commission against Racism and Intolerance) gerir alltaf athugasemdir við þ.e. ef fólki er synjað um þjónustu, aðgang etc. vegna þjóðernis,litarháttar, trúarbragða eða annars slíks. Slíkt er brot á Mannréttindasáttmála Evrópu, ef ekki honum sjálfum beinlínis þá á viðauka nr. 12. Þannig er þetta komið inn í lagasafn allra ríkja Evrópuráðisins.

Baldur Kristjánsson, 22.10.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.