Misbeiting pólitísks valds við ráðstöfun opinberra embætta

Síðan Palin var valin (eins og 24 stundir orðuðu það svo skemmtilega í fyrirsögn) hef ég - ekki skipulega en nokkuð tilviljunarkennt undanfarinn 2 1/2 sólarhring - rekist á umfjöllun á netinu um hana og feril hennar. Auðvitað er bara gott að konan sé líka myndarleg auk þess að vera 5 barna móðir sem mér finnst ávallt plús. Aðalatriðið er að ég hallast að því að takmörkuð stjórnunarreynsla hennar sé fremur styrkur gagnvart hinum þremur (vara)forsetaframbjóðendunum (McCain, Obama og Biden) - sem fyrst og fremst hafa reynslu sem fulltrúar á löggjafarþingum. Þó að hún hafi verið bæjarstjóri í þorpi á stærð við Dalvík (sem á líka kláran bæjarstjóra - sem var reyndar einu sinni aðstoðarkona núverandi forseta Íslands) þá finnst mér hæpið að beita höfðatölunni á þetta þannig að þetta jafnist á við að vera formaður í fremur stóru húsfélagi á Íslandi (mín ólíking).

 

Mitt mat er enn í samræmi við fyrstu viðbrögð mín; þetta var taktískur leikur hjá McCain og sterkur enda þótt ég sé vissulega ósammála Palin um margt. Hvort val McCains er líka strategískt kemur í ljós við athugun á því hvort Palin hefur (fleiri) beinagrindur í skápnum eins og sagt var á enskri tungu þegar ég lærði hana fyrst af skólabókum.

 

Þegar hefur verið bent á eina beinagrind - og það sem meira er: niðurstaðan úr rannsókn á réttmæti ásakana gagnvart Palin eiga að liggja fyrir nokkrum dögum fyrir forsetakosningarnar; hún er sökuð um að hafa sem fylkisstjóri Alaska misbeitt pólitísku valdi með því að víkja embættismanni úr embætti í kjölfar þess að hann hafnaði flutning í annað embætti - en ástæðan er sögð vera sú að embættismaðurinn neitaði að reka starfsmann sem átti í deilum við fyrrverandi konu sína, systur Palin.

 

Fyrir mann, sem skrifaði ritgerð til embættisprófs í lögfræði um bótaskyldu hins opinbera við meðferð opinbers valds og hefur starfað lungann úr sínum starfsaldri sem lögmaður og lobbyisti við að fyrirbyggja spillingu við ráðningar í opinber störf og bregðast við valdníðslu við frávikningu úr opinberum störfum, er ljóst að þessi ásökun - ef rétt reynist - er frágangssök ef ég væri að kjósa varaforseta 72ja ára forseta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.