"Ekki karlar?"

Nú verð ég bara að segja frá svarinu sem báðar dætur mínar hafa gefið mér nokkuð furðu lostnar - alveg óháð hvor annarri og báðar í kringum 5 ára aldurinn. Þar sem ég þykist vera feministi hef ég annað slagið viljað vega upp á móti þeirri karllægu mótun sem við teljum jú að felist í samfélaginu - óháð því hversu vel foreldrar reyna að standa sig í jafnréttishugsun og aðgerðum sem bægja frá skilaboðum úr umhverfinu sem gætu gefið telpum röng skilaboð um (framtíðar)stöðu þeirra í þjóðfélaginu.

 

Væntanlega hef ég mótast af því að ég starfaði til skamms tíma fyrir hagsmunasamtök með 70% kvenna sem félagsmenn og sótti og varði réttindi þeirra. Ég hef ég sem sagt í góðu tómi talið rétt að árétta tiltekin sannindi (sem fyrir okkur feministum hafa þó ekki verið sjálfsögð í gegnum tíðina) fyrir dætrum mínum þegar þær voru að komast til vits og ára; í tvígang hef ég sagt eitthvað á þessa leið:

 

Stelpur geta allt sem þær vilja þegar þær verða stórar.

eða

Konur geta orðið hvað sem þær vilja. 

 

Svar þeirra beggja - með um 2ja ára millibili ef ég man rétt - bendir til þess ég þurfi ekki að hafa eins miklar áhyggjur - a.m.k. ekki af dætrum mínum hvað þetta varðar:

 

Sú eldri sagði á sínum tíma með undrunarsvip:

 

Ekki strákar?

 

Í gær sagði sú yngri forviða:

 

Ekki karlar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Frábær tilsvör hjá þessum börnum okkar.

Anna Guðný , 31.8.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Gyða Björk Jónsdóttir

Gott svar :)

Gyða Björk Jónsdóttir, 31.8.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Já þær sjá það sem þarf að sjá að feminisminn inniber kynhatur, og er ekki jafnréttisstefna.

Einar Þór Strand, 31.8.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband