Mánudagur, 18. maí 2009
Bílalán í biðstöðu
Í tengslum við reglulega umfjöllun mína undanfarna viku um neytendamál í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar má nefna að ekki er þar beinlínis að finna almenna lausn á þeim vanda sem lántakendur svonefndra bílalána standa frammi fyrir en samkvæmt dæminu í þessari frétt er greiðslubyrðin nákvæmlega tvöföld - 100% hækkun; þá er ekki fjallað um skuldavandann sjálfan, þ.e. að slík dæmi fela í sér að bifreið er gjarnan (einkum í íslenskum krónum ef um er að ræða lán í erlendri mynt) mun minna virði en lánið sem hún stendur að veði fyrir. Í samstarfsyfirlýsingunni segir þó, þessu tengt:
- Skuldastaða heimila, greiðslu- og framfærslugeta verði til stöðugs endurmats sem og nauðsynlegar aðgerðir til að koma til móts við heimili í vanda.
- Heildarmat á þörf fyrir frekari aðgerðir og tillögur í því efni verði unnar í kjölfar úttektar Seðlabanka Íslands á skuldum og tekjum heimila sem áætlað er að liggi fyrir í síðari hluta maímánaðar. Ákvarðanir um frekari aðgerðir og tillögur verði teknar í samráði við aðila vinnumarkaðarins.
Þess er því væntanlega ekki langt að bíða - þ.e. væntanlega í lok maí eftir að úttekt Seðlabanka Íslands liggur fyrir - að fram komi hvort ákvörðun verður tekin af ríkisstjórninni að leggja til almenna lausn á þessum skuldavanda neytenda, þ.e. umfram sértæk úrræði á borð við greiðsluaðlögun og almennar aðgerðir til frestunar á skuldavanda neytenda. Ég er enn vongóður um að svo verði, sbr. tillögu mína hér til lausnar á skuldavanda vegna íbúðarveðlána. Þá vekur vonir um ásættanlegar lausnir - eins og framangreind ráðagerð um ákvörðun um frekari aðgerðir og tillögur í samráði við aðila vinnumarkaðarins - að settur verði á fót
fastur samstarfsvettvangur stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins og önnur lykilhagsmunasamtök um þróun íslensks samfélags.
Lántakar með frystingu inn í sumarið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:40 | Facebook
Athugasemdir
Eitt sem mig langar að athuga.
Eru bílalán í erlendir mynd í erlendri mynt?
Er lánafyrirtækið ekki löngu búið að greiða lánið upp þegar gengið var lágt og núna eru þeir að hirða ágóða miðað við að lánið sé í erlendri mynd? Ég myndi geta það ef ég ætti lánafyrirtæki.
T.d þegar gengi er lágt þá var ekkert mál að kaupa bíl og fá lánað í erlendi myntkörfu en þegar gengi er hátt t.d. eins og núna þá er ekki hægt að kaupa í erlendi myntkörfu. Sem er undarlegt ef lánið er í elendum gjaldmiðli. (Þetta var svona áður en gjaldeyrishöft komu á).
Það væri áhugavert að skoða þetta.
Halldór Jónasson, 18.5.2009 kl. 10:22
Sæll Gísli!
Góð færsla hjá þér. Að vísu er ég svo heppinn að hafa góða vinnu og þéna sæmilega og vera með hagstæði íbúðarlán og því hef ég getað borgað af mínu bílaláni, en afborgunin er komin í 100.000 kr.
Síðan er auðvitað aðeins tímaspurning hvenær allar lífsnauðsynjar og lánið af húsinu verður svo dýrt að manni er svo stillt upp við vegg að maður hefur ekki efni á að borga af bílaláninu!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.5.2009 kl. 22:47
Af hverju var verið að ota bílalánum að fólki.Fékk fólk yen og evrur?Voru þetta ekki krónur sem voru lánaðar út?Vegna þess að lánafyrirtækin vissu að gengið myndi síga talsvert(kannski ekki hrynja)og þá myndi þau stórgræða.Það er kannski í lagi að rýja rollurnar en ekki flá þær.
Hörður Halldórsson, 19.5.2009 kl. 01:07
Sæll, ég sé bara eina leið fyrir heimilin í landinu. Og það er að lækka vexti af öllum lánum. Þá hefur almenningur meiri peninga á milli handanna sem mundi skila sér út í þjóðfélagið. Hvessvegna er svona erfitt að lækka vexti. Hér í Bretlandi eru vextir komnir niðrí 4% á húsnæðiss.lánum. Og það eru fastir vextir.
Anna , 19.5.2009 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.