Neytendamál á sama stađ og dómsmál

Eins og ég gat um í gćr vildi ég gera grein fyrir ţví á nćstu dögum hvernig fjallađ vćri um neytendamál í stjórnarsáttmála fyrstu meirihlutastjórnar vinstriflokka í sögu Íslands. Orđiđ "neytendamál" kemur reyndar ađeins einu sinni fyrir í Samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - grćns frambođs - en ég held reyndar ađ ţađ sé meira en segja má um fyrri plögg af ţví tagi undir hvađa nafni sem er. Auk ţess nefndi forsćtisráđherra neytendamál sérstaklega á blađamannafundinum í fyrradag í Norrćna húsinu - einmitt í ţví sambandi sem hér um rćđir, ţ.e. varđandi eftirfarandi:

 

Í nýju ráđuneyti mannréttinda og dómsmála verđur til viđbótar viđ verkefni sem fyrir eru, lögđ áhersla á verkefni á sviđi lýđ- og mannréttinda auk ţess sem öll framkvćmd almennra kosninga fćrist ţangađ, en hún er nú dreifđ á ţrjú ráđuneyti. Ţangađ fćrast ennfremur neytendamál

 

Tímasetning liggur ekki fyrir á ţessum flutningi en ráđa má af niđurlaginu hér á eftir ađ ţađ verđi fyrr en síđar.

 

Eins og ég hef víđa nefnt á undanförnum árum fer annars vegar vel á ţví ađ ađskilja neytendamál frá viđskiptamálum enda býđur ţađ upp á hagsmunaárekstur og spennu ađ hafa ţessi tvö - oft skyldu en sömuleiđis stundum andstćđu - mál á sömu hendi; sami ráđherra - og jafnvel sami skrifstofustjóri - hefur ţurft ađ vega og meta hvort vegi ţyngra hagsmunir og réttindi neytenda annars vegar og ţarfir viđskiptalífsins hins vegar. Ekki ţarf ađ fara mörgum orđum um hvort er líklegra til ađ hafa betur - og hefur ţví miđur oft haft betur hingađ til eins og dćmin sanna. Betur fer vitaskuld á ţví ađ andstćđir hagsmunir séu vegnir og metnir hvor í sínu lagi af hvoru ráđuneytinu fyrir sig og ađ mismunandi ráđherrar takist á um ţađ í ríkisstjórn eftir atvikum hver niđurstađan skuli vera. Engum dettur t.a.m. lengur í hug ađ fela sama ráđherra ađ fara međ landbúnađarmál og umhverfismál eins og kom fyrir á árum áđur og smám saman hefur t.d. eignarhald á ríkisfyrirtćkjum á borđ viđ Landsvirkjun og Íslandspóst veriđ ađ fćrast í hendur fjármálaráđherra á međan stjórn á málaflokknum - orkumálum og póstmálum - er á hendi hlutađeigandi fagráđherra.

 

Hins vegar líst mér vel á hvert til stendur ađ flytja neytendamálin - og ţađ af ţremur ástćđum. Í fyrsta lagi fer ađ mínu mati vel á ţví ađ ţađ ráđuneyti sem í flestum norrćnum ríkjum fer međ forrćđi á löggjöf á sviđi einkaréttar - svo sem á lögum um kauparétt og á öđrum grunnlögum á sviđi kröfuréttar, undanfara neytendalöggjafar - fari almennt međ yfirstjórn neytendamála. Í öđru lagi tel ég mikilvćgt - einkum ef sjálfstćtt embćtti talsmanns neytenda flyst á sama stađ og málaflokkur neytendamála almennt - ađ viđtakandi ráđuneyti hafi reynslu af ţví ađ hafa forrćđi stofnana, sem ţurfa ađ njóta ótvírćđs sjálfstćđis í störfum, eins og mannréttinda- og dómsmálaráđuneyti hefur óumdeilanlega; sem dćmi má nefna má ekki ríkja vafi um sjálfstćđi dómstóla og almenna handhöfn saksóknarvalds og jafnvel lögreglu. Loks má í ţriđja lagi nefna ađ ég tel helstu áskoranir nýrrar ríkisstjórnar í neytendamálum einmitt ekki síst felast í málefnum af sviđi réttarfars- og dómsmála eins og sjá má af niđurlagi pistils sem ég birti á heimasíđu embćttisins í fyrradag - svo sem svonefndri smámálameđferđ eins og hér kemur fram - rétt áđur en ný ríkisstjórn var kynnt og stjórnarsáttmáli var birtur:

 

Ţví tel ég brýnt ađ leggja innan tíđar til viđ nýja ríkisstjórn ađ réttarfarslögum verđi breytt fljótlega í ţá veru ađ smámálameđferđ ţar sem ágreiningur er undir einhverju tilteknu ţaki í krónum (eđa öđrum hagsmunum) verđi heimil neytendum án mikilla formsatriđa eđa annarra ţröskulda.

 

Í samstarfsyfirlýsingunni segir í niđurlagi um framhald á ráđuneytaskipan málaflokksins:

 

Fyrir lok kjörtímabilsins er gert ráđ fyrir ţví ađ lögfest verđi sameining samgöngu- og sveitarstjórnaráđuneytis og mannréttinda- og dómsmálaráđuneytis í nýju innanríkisráđuneyti. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guđmundsdóttir

Ég geri ţá kröfu fyrir hönd almennings á Íslandi ađ Talsmađur Neytenda verđi ţeirra fulltrúi í nefnd um ţjóđarsátt - ţar verđa verkalýđsfélög, lífeyrissjóđir o.fl.

Held ađ ég tali fyrir munn flestra ađ almenningur finnur ekki til neinna tengsla viđ íslenska verkalýđshreyfingu !

Alma Jenny Guđmundsdóttir, 13.5.2009 kl. 00:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband