Mánudagur, 11. maí 2009
Akureyri höfuðstaður?
Sem Akureyringi líst mér afar vel á að ríkisstjórnin geri Akureyri að höfuðstað landsins alls - ekki bara Norðurlands - þó ekki sé nema í einn dag, á morgun; lengri upphefð bæjarins bíður víst stjórnarskrárbreytingar samkvæmt fordæmi Hæstaréttar frá desember 1998 í máli er varðaði Landmælingar Íslands.
Sem lögfræðingi, sem hefur lagt sérstaka stund á stjórnskipunarrétt, rennur mér hins vegar blóðið til skyldunnar að árétta að ríkisstjórnin þarf ekki að bíða eftir Alþingi til þess að ákveða - og framkvæma - tilkynntar breytingar á umsjón og framkvæmd málaflokka innan Stjórnarráðsins. Rétt eins og í öðrum stofnunum og fyrirtækjum er það talið ákvörðun stjórnenda (forsætisráðherra) - en ekki hluthafa (löggjafans f.h. þjóðarinnar) - hvernig skipt er störfum í framkvæmdarstjórninni (ríkisstjórn) og að ákveða hvernig á að framkvæma samþykkta stefnu. Þetta veit nýr varaformaður Samfylkingarinnar því að hann var, ef ég man rétt, forsvarsmaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands eða Nýsköpunarsjóðs þegar ég fékk styrk til þess að rannsaka málið og skilaði síðar óbirtri áfangaskýrslu og hélt fyrirlestur í lagadeild Háskóla Íslands um niðurstöðu mína sem var þessi í stuttu máli:
Samkvæmt stjórnarskránni getur forsætisráðherra með atbeina forseta Íslands - en án afskipta löggjafans (enda þótt Alþingi hafi lagt til að tiltekinn ráðherra fari með ákveðinn málaflokk) - úrskurðað um skiptingu starfa með ráðherrum eins og forsætisráðherra kýs - svo fremi sem ekki eru klofnir sundur ódeilanlegir málaflokkar.
Eftir skammvinnt blogghlé vegna anna mun ég á næstunni freista þess að greina frá þeim neytendamálum sem er að finna í ítarlegri Samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs - og eftir atvikum taka afstöðu til þeirra. Ég óska fyrstu meirihlutavinstristjórn Íslands alls velfarnaðar í vandasömum störfum sínum.
Boða róttæka uppstokkun ráðuneyta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Höfuðborgin í dag er Akureyri
Ríkisstjórnin hefur greinilega tekið rétta ákvörðun.
En hvar er allt höfuðborgarstressið sem á að fylgja "stórborgum", hér er sama afslappaða umhverfið og var.
Páll A. Þorgeirsson, 12.5.2009 kl. 10:41
Akureyri höfuðborgin.
Ríkisstjórnin loksins farin að vinna "vitrænt".
Hér vantar þó höfuðborgarstressið, hér er sama afslappaða umhverfið
Páll A. Þorgeirsson, 12.5.2009 kl. 11:00
Það verður fróðlegt að sjá hvað talsmaður neytenda les út ú stjórnasáttmálanum
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.5.2009 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.