Skipuleg úrelding neytendavöru

Þetta er skemmtilegt orðalag - að hætta sé á að neytandi kaupi vöru ef hann handleikur hana eða mátar flík eða skó! Fréttin um rannsóknina minnir mig á nýlega umfjöllun á vef tímaritsins Economist þar sem einnig er um að ræða skipulagðar aðgerðir til að hafa áhrif á neytendur og þá með jafnvel enn afdrifaríkari hætti en að skapa þá "hættu" sem um er rætt í fréttinni.

 

Í greininni er rætt um þá þróun undanfarinna áratuga að atvinnurekendur þróa vörur og jafnvel þjónustu sem hefur ekki þá eiginleika að endast sem best og mest - heldur þvert á móti; skipulega er þróuð vara sem þarf að endurnýja eða leysa af hólmi með nýrri útgáfu eða módeli. Frá upphafi er skipulagt að hið selda úreldist sjálfkrafa. Nærtæk dæmi, sem nefnd eru í greininni, eru ný tíska - ekki bara á hverju ári heldur með hverri árstíð - svo og nýjar árgerðir bifreiða og ný gerð hugbúnaður reglulega sem kallar á uppfærslu tæknibúnaðar.

 

Þessi stefna getur þó slegið í bakseglin fyrir seljendur og framleiðendur ef neytendum mislíkar:

 

A strategy of planned obsolescence can backfire. If a manufacturer produces new products to replace old ones too often, consumer resistance may set in. This has occurred at times in the computer industry when consumers have been unconvinced that a new wave of replacement products is giving sufficient extra value for switching to be worth their while.

 

Neðan við greinina má svo lesa fróðlegar bloggumræður um þessa stefnu framleiðenda - sem sumir kalla markaðsbrest - og áhrif kreppunnar á hana og neytendahegðun, svo og augljós áhrif slíkrar úreldingarstefnu á umhverfið.


mbl.is Hætta á kaupum sé varan handleikin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.