Rúm 60% búast við að stunda vöru- og þjónustuskipti

Fréttir af því að krónan hafi braggast undanfarna tvo viðskiptadaga í vernduðu umhverfi greiðir væntanlega fyrir viðskiptum en yfir 60% svarenda í óformlegri spurningakönnun hér í byrjun vikunnar um hvort þeir stunduðu vöru- eða þjónustuskipti sögðust myndu stunda slík viðskipti í náinni framtíð; þar af var rúmur fjórðungur (rúm 15% allra svarenda) sem ekki sögðust hafa stundað slík viðskipti áður en bjóst við að taka þau upp.

 

Vöru- og þjónustuskipti teljast fyrir hendi þegar greitt er fyrir vöru eða þjónustu með vöru eða þjónustu - en ekki með peningum eða ígildi þeirra.

 

Um 5% svarenda voru hlutlausir eða vissu ekki svarið en taka ber fram að svarhlutfall og svarendur voru fremur fáir enda var óvenju lítil bloggvirkni hér þá daga sem könnunin stóð. Rúm 20% sögðust aldrei hafa stundað slík viðskipti og ekki búast við því en 10% höfðu einhvern tíma greitt fyrir vöru eða þjónustu með skiptum en bjuggust ekki við áframhaldi.


mbl.is Krónan styrktist um 11,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband