Stundar þú vöru- eða þjónustuskipti?

Þetta er athyglisverð tilraun hjá breska hagfræðingnum sem segist ætla að reyna að lifa í heilt ár án þess að nota peninga en slíkt væri erfiðara á okkar litla eylandi en í Stóra Bretlandi. Samt mætti segja mér að nú við upphaf (tímabundinna) gjaldeyrishafta og með dýpkandi kreppu myndu vöruskipti og þjónustuskipti færast í vöxt.

  

Með lækkandi launum og hækkandi atvinnuleysi, samdrætti, gengishruni og jafnvel vandræðum með fjármagnsflutninga til Íslands og frá hefur væntanlega þegar færst í vöxt að fólk kaupi íslenskt - enda er væntanlega minni hvati til þess að hækka íslenska vöru eða þjónustu í verði af þessum ástæðum.

 

Væntanlega er undirskilið í fjórþættri skilgreiningu á lagahugtakinu "neytandi" að neytandi er einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu og greiðir með peningum eða loforði um peningagreiðslu (t.d. með greiðslukorti eða ávísun). Hinu spái ég að Íslendingar muni í vaxandi mæli eiga viðskipti með vöru og þjónustu gegn vöru og þjónustu sem greiðslueyri á móti - í stað peninga.

 

Áhugavert væri að fá mælingu á þessu með skoðanakönnuninn hér til vinstri. Hún stendur í fjóra sólarhringa.


mbl.is Er hægt að lifa án peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Var að ljúka við bókina Maður og elgur eftir Norðmanninn Erlend Moe, en hún segir einmitt frá Doppler sem reynir að lifa á vöruskiptum. Hann drepur elg sem hann skiptir í búðinni fyrir nauðsynjavörur. Hann þarfnast hinsvegar fleiri hluta en hann getur aflað með þessum hætti, og fer því útí að stela líka. Hvorutveggja þekkist vel víða um veröld og á eftir að aukast hér á næstunni, því miður.

Jón Þór Bjarnason, 1.12.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ekkert leggst jafn illa í kapítalista og aðra hrægamma eins og vöruskipti og sjálfsþurftarbúskaður

Georg P Sveinbjörnsson, 1.12.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband