Hver væri núvirtur auður Hollendinga af auðlindum hafsins í kringum Ísland á 17. öld?

Ég var að lesa í bók um áhrif olíu á sögu og stjórnmál o.fl. að Hollendingar hefðu í yfir 100 ár, einkum á 17. öld, haft yfirburði á höfunum sem herrar vinds og viðar - og ríkt sem slíkir yfir gróðavænlegum síldveiðum og umfangsmikilli hvalaverslun á Norður-Atlantshafi o.fl. auðlindum hafsins.

 

Hvert skyldi vera núvirt virði þessara gríðarlegu verðmæta sem héldu m.a. hollenskum borgum upplýstum og Hollendingum vel nærðum og ríkum? Jón Sigurðsson forseti notaði slíkan framreikning í vopnlítilli sjálfstæðisbaráttu okkar Íslendinga gegn Dönum.

 

Skyldi sagan endurtaka sig?

 

(Sjá American Theocracy, The Peril and Politics of Radical Religion, Oil and Borrowed Money in the 21st Century, eftir Kevin Philips, einkum bls. 12.)


mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Sæll Tryggvi

Auðvitað eigum við að nota reiknisleið Jóns Forseta og hamast á Bretum, Þóðverjum, Hollendingum, Frökkum og fleirum einkum vegna þess að þá munu fleirri þjóðir fylgja í kjölfarið og þá held ég að ýmsir myndu fara að óska að hafa ekki farið af stað að pína okkur vegna Icesave og Evran verða verðminni en krónan er núna.

Einar Þór Strand, 12.11.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband