Traustvekjandi, skipulögð björgunaráform - neytendaflöturinn hefur áhrif

Nú undir kvöld heyrði ég á BBC í beinni útsendingu við lokun markaða í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA) að orðrómur væri uppi um að þar stæði til að kerfis- eða stofnanabinda yfirtökuþörf gagnvart mikilvægum fjármálastofnunum sem við höfum séð kristallast undanfarið - í stað þess að fjármálaráðherra eða Seðlabanki BNA þurfi hverju sinni að taka "ad hoc" ákvörðun um hvort bjarga eigi banka eða sjóði eða láta hann róa.

 

Það finnst mér hljóma skynsamlega og mér hafa reyndar hingað til fundist viðbrögð fjármálaráðherra BNA traustvekjandi - að þjóðnýta, eftir þörfum, íbúðarlánasjóðina Fanny Mae og Freddie Mac um daginn og tryggingarfélagið AIG í vikunni en láta fjárfestingabankann Lehman Brothers fremur róa. Ég held reyndar að þar hafi spilað inn í - ásamt mörgu öðru, sem fram hefur komið í fréttum og ég endurtek ekki hér - að neytendafllöturinn hafi haft áhrif; að þrátt fyrir allt skipti það máli hvort lífsafkoma venjulegra neytenda um víðan völl er í húfi eða "bara" mögulegt tap auðmanna. Þess vegna finnst mér bæði valið á hverju á að bjarga og hverju ekki og skjót viðbrögð vera traustvekjandi fyrir neytendur.


mbl.is Heildarkrafa íslensku bankanna á Lehman 25 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband