Hvað geta neytendur gert?

Í gær var ég í viðtali á Reykjavík síðdegis hjá Bylgjunni þar sem ég reyndi að vera skáldlegur með veðurfarssamlíkingum um fyrstu haustlægðina á sama tíma og lægð gengi yfir efnahagslífið er ég reyndi að svara því hvað neytendur gætu gert til að bæta stöðuna. Þessar hugleiðingar duga þó skammt gegn stöðugu gengishruni þar sem enn nýtt met virðist sett í dag, 3. daginn í röð að ég held.

 

Stutta svarið við spurningu Bylgjunnar var hins vegar að vera virkur neytandi; langa svarið má hlusta á hér. Auðvitað stóðst ég heldur ekki freistinguna að benda á Leiðakerfi neytenda á www.neytandi.is sem á hálfs árs afmæli eins og ég benti á hér um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband