Viðskiptahindranir - til skaða fyrir neytendur

Í dag fór ég tvívegis á sama kaffihúsið í því skyni að sækja fundi um neytendamál á vegum stjórnmálaflokka.

 

Sá fyrri var þessi í hádeginu á vegum Framsóknarflokksins um valkosti Íslands í vali á gjaldmiðli og hefur hann þegar fengið ágæta umfjöllun - sem ég kann litlu við að bæta auk þess sem ég hef enn ekki lesið skýrsluna. 

 

Hinn síðari var á vegum Sjálfstæðisflokksins undir kvöld og þar voru því miður færri - bæði fundargestir og fjölmiðlamenn - því málið á sannarlega erindi til neytenda. Stundum er því haldið fram að krónan sé (tæknileg) viðskiptahindrun en það mátti heita óumdeilt á þessum fundi - bæði í framsögu Gunnars Ólafs Haraldssonar, prófessors og forstöðumanns Hagfræðistofnunar HÍ, og í umræðum - að fundarefnið, tollar og vörugjöld, væru viðskiptahindrun - til skaða fyrir neytendur. Hvað tolla varðar var Gunnar afdráttarlaus því að enginn hagnast að sögn á þeim - allir tapa (ekki bara neytendur).

 

Birgir Ármannsson alþingismaður tók til máls og hvatti m.a. til úttektar á því hver kostnaðurinn væri við innheimtu gjalda sem þessara.

 

Sjálfur benti ég m.a. á nýlega tillögu mína til fjármálaráðherra í embættisnafni varðandi lækkun svonefndra bókamúra sem skila litlu sem engu í ríkissjóð - en skapa fyrirtækjum óþarfa kostnað sem lendir á neytendum - beint sem umsýslukostnaður og óbeint sem samkeppnisvernd og hærra vöruverð.


mbl.is Efling krónu eða upptaka evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband