Geir Keynes o.fl. í Silfrinu

Geir var góður í Silfrinu sem ég sá ekki fyrr en um miðnætti við endursýningu enda þykist ég ekki þurfa að hafa áhyggjur af þreytu í fyrramálið því samkvæmt almennum skilgreiningum er ekki kominn morgunn í þessum heimshluta fyrr en það er búið að vera bjart í tvær klukkustundir í röð.

 

Geir var afdráttarlaus um að fjárlögin yrðu ekki niðurskurðarfjárlög; ég held að ef ég væri hagfræðingur væri ég Keynes-isti.

 

Reyndar líkaði mér einnig vel málflutningur Kristins H. Gunnarssonar að sumu leyti enda var hann staðfastur með réttu í fleiri en einu máli. Að einu leyti - hvað varðar neytendur - held ég hins vegar að Kristinn hafi ekki haft rétt fyrir sér - þegar hann leiðrétti Andrés Magnússon lækni - er hélt því fram að vaxtamunur íbúðarlána milli Íslands og nágrannalandanna væri jafnvel þrefaldur; ég er að vísu ekki tölfróður en Kristinn er stærðfræðingur að mennt. Hann sagði - aðspurður af Andrési um hvort verðtrygging væri tekin með í myndina - að allt væri reiknað með. Svo virðist þó ekki vera samkvæmt fréttatilkynningu Neytendasamtakanna á vefsíðu 2005 þar sem segir (en þar má finna skýrsluna um samanburð íbúðarlánakjara í Evrópu):

 

Vextir hér eru þeir hæstu á því svæði sem könnunin nær til. Raunvextir eru að jafnaði frá 2 og upp í tæplega 5 prósentustigum hærri en í hinum Evrópulöndunum.

 

Mér virðist þetta orð "raunvextir" í íslenskri umræðu oft bera þeirri skoðun vitni að verðbæturnar séu ekki eitthvað sem lántakendur (t.d. neytendur) þurfi að greiða á endanum og ekki eitthvað sem lánveitendur stinga í vasann í raun. Sjá nánar á bls. 19n-20e í skýrslunni sem nálgast má hér þar sem segir til skýringar um séríslenskt kerfi:

 

Að lokum skal nefnt að reiknaðir nafnvextir á Íslandi, þ.e. raunvextir að viðbættri hækkun framfærsluvísitölunnar eru hærri hér vegna mun meiri verðbólgu. Verðbólga er að meðaltali í hinum níu löndunum í þessari athugun um 1,8% (12 mánaða hækkun framfærsluvísitölu í apríl 2005) en 2,9% hér á landi (þá er m.v. 12 mánaða hækkun NVV í maí 2005).

 

Ef ég skil þetta rétt eru í skýrslunni ekki bornir saman "nafnvextir" (greiddir vextir) hér og þar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband