Hvað segiði' konur?

Á dagskrá í kvöld er ÓL, ÓL, ÓL, ÓL og ÓL - að vísu eftir að ég á að vera farinn að sofa. Já, auðvitað hef ég ýmislegt betra að gera en að glápa á sjónvarp en það vill til að ég er yfirleitt nokkuð ánægður með dagskrá RÚV - á milli íþróttaviðburða. Nú segja sumir kannski:

 

Já en þetta er heimsviðburður - og bara á 4ra ára fresti.

 

Gallinn er að svo eru það vetrar-Ólympíuleikar eftir tvö ár og í vor var það EM eða HM og svo er það landsleikur og hitt og þetta - og ekki alltaf á næturna eins og núna.

 

Ekki svo að skilja að ég sé á móti íþróttaáhorfi - hvað þá íþróttaiðkun - enda hreyfi ég mig nú svolítið sjálfur, er stúdent af íþróttabraut og tók meira að segja stúdentspróf í sagnfræði í efninu "Sport og pólitík" sem er jú mjög "aktuelt" þessa dagana. Ég er heldur ekkert upptekinn af því að flestir aðrir karlar hafa gaman af því að horfa á íþróttir (og þá er það víst ég sem er "öðru vísi"). En ég er fréttafíkill og hef gaman af því að horfa á vissa fasta dagskrárliði RÚV - sem raskast þegar landsleik eða (heims)íþróttaviðburð ber upp á sama tíma. Sumir hafa ekki aðra sjónvarpsrás en RÚV og kannski Skjáinn!

 

Ég hef enn þann kynja"fordóm" að konur séu ekki eins hrifnar af íþróttaáhorfi; er meirihluti karla þá ekki bara að vaða yfir okkur "kellingarnar"? Mig grunar að athugasemdir við þessa færslu muni staðfesta það. En af því að ég er lausnamiðaður þá hef ég hugsað upp lausn og lengi verið að safna kjarki til að flagga henni; ég segi:

 

Komum okkur upp íþróttasjónvarpsrás - og friðum hina ríkissjónvarpsrásina algerlega fyrir íþróttaröskun.

 

Hvað segja konur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Ég er ekki viss um að konur horfi endilega minna á íþróttir, kannski misjafnt eftir greinum.  En er þetta ekki bara besti styrkur sem aðrar sjónvarpsstöðvar fá frá hinu opinbera allar þessar löngu sýningar  ? Spes íþróttarás er löngu tímabær hjá RUV.

Anna, 13.8.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Anna Guðný

Veistu að ég er gjörsamlega róleg yfir þessum ólympíuleikum. Ég ólst nefninlega upp við það að sjónvarp er bara til að nota þegar þú hefur ekkert skemmtilegra að gera. Ég hef hugsað um það hvað það hlýtur að vera lítið spennandi líf hjá fólki sem sest við sjónvarpið flest kvöld vikunnar eftir kvöldmat og stendur ekki upp fyrr en dagskráin er búin. Jafnvel búin að dotta nokkrum sinnum. En man að þetta fór í taugarnar á mér á meðan ég var með yngri börn og það var svo oft klippt á barnaefni á þeim tíma sem mamma var að elda.

En ég á vinkonu sem er algjörlega húkkt á Leiðarljósi og þó ég hafi ekki heyrt í henni þá frétti ég að sá þáttur hafi nú bara verið settur á hold á meðan á olympíuleikum stæði. Mikil sjónvarpsóhamingja á því heimili.

Anna Guðný , 13.8.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Anna

Anna Guðný, það er margt líkt með tölvuhangsi, sjónvarpsglápi og fleiru.  Þetta er allt spurning um val.  Margir sem hafa þetta aðstæðna vegna að einu dægrastyttingunni, eldra fólk og bara heilmargir.  Því ætla ég ekki að dæma þá sem sitja við imbann  

Anna, 13.8.2008 kl. 23:53

4 identicon

þetta er bara voða skemmtilegt finnst mér...ég horfi svo lítið á sjónvarp

alva (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:03

5 Smámynd: Laufey

Er orðin hundleið á þessu, mér finnst þetta valdníðsla að þurfa borga skatta til að halda þessu apparati uppi og afnotagjöld. Og svo er allri dagskrá ýtt til hliðar þegar eru íþróttaviðburðir.

Laufey , 14.8.2008 kl. 08:56

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Ég er á móti skylduáskriftinni hjá RUV en meðan hún er við lýði þá er alveg nóg að borga fyrir eina rás. Ef sérstök íþróttarás bætist við, sem væri auðvitað fínt uppá áhorf á þá viðburði, er viðbúið að verðið hækkaði enn meira. Því segi ég nei. Sýnum íþróttir og fyllum síðan upp með íslenskum þáttum og bíómyndum á kostnað sápuþáttanna sem eru alveg ............................ kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.8.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband