"Í gamla daga"

Ég var að lesa þá ágætu bók Hvað með evruna? um daginn og brá sem snöggvast er ég las (á bls. 26) að gengið hefði verið fellt - af stjórnmálamönnum - árið 1968 um "heil" 35% eins og þar segir; fullur samúðar fór ég óvart að hugsa um hversu erfitt þetta hlyti að hafa verið fyrir fólkið þá - eins og maður segir stundum við börnin sín í samblandi af umvöndun og fræðslutóni:

 

Svona var þetta í gamla daga.

 

Áður en ég kom aftur til nútímans hugsaði ég um aðeins minni gengisfellingar - sem ég man lauslega eftir úr æsku. Svo kíkti ég í dagblöðin og mundi - það var engum blöðum um það að fletta - að þetta er ekki bara eitthvað sem gerðist árið áður en ég fæddist; gengið hefur - á þessu ári - fallið jafn mikið (án beins atbeina stjórnmálafólks) undanfarna mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband