"Þjóðin bíður niðurstöðu"

Hálfa vikuna beið ég spenntur eftir fréttum af þessari síðu - til þess að missa örugglega ekki af neinu, fréttafíkill sem ég er - þó að ég gæti verið viss um að niðurstaðan kæmi í heimsfréttirnar innan fárra mínútna - sem hún gerði. Hægra megin á síðunni stóð hálfa vikuna:

 

Æðstu dómarar að störfum, þjóðin bíður dómsniðurstöðu.

 

Niðurstaðan var að aðeins 6 (en ekki tilskilinn 7 manna aukinn meirihluti) af 11 dómurum voru því fylgjandi að dæma stjórnarflokkinn frá völdum; í staðinn var honum veitt einhvers konar áminning eins og rakið er í fréttinni! Ummæli forseta stjórnlagadómstólsins benda e.t.v. til þess að rétt sé (a.m.k. í nýlegum lýðræðisríkjum eins og Íslandi og Tyrklandi) að takmarka umfjöllun dómara að fenginni niðurstöðu þó að ég hafi hingað til ekki alveg verið sáttur við andmæli í þá veru gegn hæstaréttardómara er tjáði sig um forsendur dóms.

 

Þótt ég hafi bæði lært og kennt lög - þ.m.t. að stjórnarskráin er æðri öðrum lögum og gerðum handhafa framkvæmdarvalds - þá finnst mér (eins og áður er komið fram) svolítið skrýtið að 7 af 11 ókjörnum dómurum geti dæmt stjórnarflokkinn - með um 50% atkvæða og verulegan meirihluta á þingi - frá völdum með vísan í að hann hafi blandað saman trú og veraldleika. Það er vissulega bannað í tyrknesku stjórnarskránni og víðar og getur almennt talist óæskilegt frá sjónarhóli þeirra, sem aðhyllast veraldarhyggju, en AK hefur einmitt náð svo miklum árangri í efnahagsumbótum, Evróupstefnu, nokkru frjálslyndi o.fl. með því að halda aðalfókus á þessum aðalatriðum en ekki trúarfasisma; það er - ítrekaður - dómur þjóðarinnar.

 

Jafnvel lögfræðingi finnst hæpið að dómarar geti átt síðasta orðið í stjórnskipulegu álitamáli um grundvöll lýðræðisins - hvað þá herinn.


mbl.is AKP-flokkurinn ekki bannaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband