Hvað finnst þér um verðtryggingu?

Þarna var ekki rými fyrir rök með eða á móti svonefndri verðtryggingu - en hvað finnst þér um sjálfkrafa tengingu neytendalána við vísitölu neysluverðs? Gefið "komment."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfsagt mál að banna öll neytendalán og yfirdrætti í bönkum. Sá sem treystir sér ekki til að leggja fyrir í ákveðinn tíma til að eignast eitthvað, til dæmis nýjan ísskáp eða bíl, getur heldur ekki greitt afborganir eða vexti af yfirdrætti í banka.

Þorsteinn Briem, 26.7.2008 kl. 02:50

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Fékk það tækifæri að koma að svokölluðum greiðsluerfiðleikalánum um 1983 í  Ráðgjafastöð Húsnæðisstofnunar. Mikil reynsla, en stundum ekki auðveldlega fengin. Ástæða þess að um 1980 var farið að verðtryggja lán. Ástæðan var sú að verðbólguhraðinn var kominn á tímabili í um 150%. Með þessu var orðið mjög óhagstætt að spara. Vinstri stjórn missti tök á efnahagsmálunum. Á þessu stigi var það réttlætanlegt að taka upp verðtryggingu lána. Það er tímaskekkja nú og það stóð aldrei til að halda þessari verðtryggingu nema til skamms tíma. Lausnina getur þú séð í blaðagrein sem ég er að ljúka við um helgina.

Steini Briem. Boð og bönn eins og þú leggur til er tímaskekkja. Kynntu þér haftastefnuna fyrir 1960 og þá sérð þú hvernig svona hugsun í efnahagsstjórnun getur farið með þjóðfélög. Ef þú næðir þínu fram hefðir þú áhuga á að takmarka einstaklingana öðrum sviðum. Setja t.d. reglur um hvenær á að stunda kynlíf? Legg til að þú einbeitir þér í að aga sjálfan þig, við sjáum alfarið um okkur sjálf.

Sigurður Þorsteinsson, 26.7.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hvað finnst mér um verðtryggingu? Auðvitað á það að vera markmið að afnema verðtryggingu á Íslandi. Verðtrygging er ekki til annars staðar en hér á landi, svo ég viti til. Ég hélt að verðtrygging væri notuð til að íslenskir bankar geti lánað okkur íslenskar krónur og staðið undir lánaskuldbindingum sínum, sem eru miklu leyti eru í erlendri mynt. En þetta er ekki svo einfalt.  Dæmi er að verðtrygging hækki lán okkar þó að gengið sé stöðugt og verðbólga í lágmarki.

Hér var minnst á neytendaán.  Þeir sem skulda mikið og eru með óhagstæð lán á borð við yfirdrátt i banka, eiga oft mjög erfitt með að lækka skuldir sínar og að eignast hluti, svo sem heimilstæki, svo ekki sé minnst á dýrari tæki.

Tvennt sem stjórnvöld ráða, skapar þessa fátæktar gildru almennings.

Það eru stýrivextirnir blessaðir og ekki síður skattalögin.  Í Danmörku og Noregi eru þær tekjur fólks sem fara til að borga vexti ekki skattlagðar.  Á Íslandi má segja að hluti af vöxtum séu endurgreiddir i formi vaxtabóta.  Ég held að allir vextir fólks (eins og fyrirtækja) ættu að vera frádráttarbærir frá tekjuskattstofni.  Það myndi hjálpa fólki út úr fátæktargildrunni.

Og takið eftir: þetta myndi hjálpa öllum skuldurum að borga sína vexti nema þeim sem hafa laun sín svart.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.7.2008 kl. 09:56

4 Smámynd: Ár & síð

Verðtrygging var bráðabirgðalausn í hagkerfi þar sem bankar voru í opinberri eigu því hún var hluti af samræmdu hagstjórnartæki við að reyna að koma böndum á verðbólgu.
Nú eru bankar í einkaeigu og eiga að semja við lántakendur um vaxtakjör þótt það verði auðvitað aldrei um neinn algjöran jafnréttisgrunn að ræða í þeim samningum. Hækkanir á bensínverði eða lottómiðum eiga ekki að skrúfa höfuðstól lána upp á sjálfvirkan hátt. Verðtrygging er tímaskekkja í einkavæddu bankakerfi.
Matthías

Ár & síð, 26.7.2008 kl. 13:32

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held einmitt að verðtryggingin hafi slæm áhrif á banka og fjármálastofnanir, þar sem þessir aðildar þurfa ekki að hafa neina áhyggjur af verðbólgu.

Annarsstaðar er þetta eitthvað sem bankastofnanir þurfa að hafa áhyggjur af. Það er síður en svo verra fyrir þessa aðila ef verðbólga geisar!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.7.2008 kl. 16:31

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Verðtryggingin er sjálfsagt einn versti skaðvaldur fyrir fjölskyldufólk sem er enn að kaupa sínu fyrstu fasteign í dag.

Hrannar Baldursson, 26.7.2008 kl. 17:17

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Barn síns tíma, sem átti að afnema um leið og verðbólgan fór niður fyrir 20% á sínum tíma.  Nauðsynleg aðgerð þá, en dragbítur síðustu 15 - 20 ár.  Það gengur ekki að lánveitandinn sé tryggður í bak og fyrir meðan lántakandinn hefur ekki sömu tryggingar.  Mér finnst það léleg afsökun, sem heyrst hefur, að ekki sé hægt að afnema verðtryggingu vegna skuldbindinga lífeyrissjóðanna (kemur ekki frá lífeyrissjóðunum).  Síðan má ekki gleyma því að verðtryggingin skiptir hagkerfinu í reynd í tvennt.  Annar hlutinn lítur peningamálastefnu Seðlabankans með stýrivöxtum, en hinn er óháður stýrivöxtum.

Marinó G. Njálsson, 26.7.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.