I'm singing in the rain

Vonandi fyrirgefst mér að krydda neytendabloggið stundum með öðru en sem sólarneytanda - reyndar hreinum sóldýrkanda - finnst mér mjög góð þjónusta að sólin virðist yfirleitt einbeita sér að því að skína þegar ég er í fríi.

 

Mér finnst eins og rigni helst þegar ég sef eða er í vinnu og sem skógræktarmaður er ég mjög ánægður með þessa miklu rigningu undanfarið. Sálræna skýringin á uppáhaldi mínu með mikla rigningu kann að vera að ég er fæddur í rigningarbælinu Björgvin í Noregi en flutti svo mjög ungur til Akureyrar þar sem aldrei rigndi þannig að ég hef sennilega orðið fyrir því sem í læknisfræðinni væri kallað post-natal rigningarskortsheilkenni. Uppáhaldslagið mitt í æsku var "I'm singing in the rain" og á unglingsárunum var það "Mér finnst rigningin góð."

 

Í minningunni rigndi svo alltaf í Reykjavík þegar ég kom þangað á sumrin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

Þetta með sólina...það er sko stuðullinn ÍSÓL...fyrir þá sem eru í gæðapælingum. Það fannst enginn ISO staðall fyrir sólskin á Íslandi svo það var bara búinn til nýr...

Vigdís Stefánsdóttir, 4.8.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband