Indversk áhrif á íslenska neytendur

Ekki skal ég tjá mig um spillinguna sem mbl.is getur um en hvaða áhrif skyldi það hafa á neytendur á Íslandi að indverska ríkisstjórnin hafi haldið velli? Jú, rétt eins og við heyrum að tilteknir atburðir víða um heim hafi - a.m.k. yfirleitt - býsna hröð og mikil áhrif á (heimsmarkaðs)verð á eldsneyti þá var það að mati Economist fyrir helgi talið líklegt til þess að auka sæmilegar líkur á árangri í nýrri lotu Doha-viðræðna um aukið heimsmarkaðsviðskiptafrelsi sem hófust í gær.

 

Ég hef að vísu ekki séð fréttir í dag um árangur; engar fréttir eru vonandi góðar fréttir í þessu sem öðru - því talið er að ef ekki næst árangur hjá stjórnmálalmönnum nú á næstu dögum eftir tilraunir embættismanna til að undirbúa málamiðlun í frjálsræðisátt þá valdi ágústdeyfð í Brussel vegna sumarleyfa í stjórnkerfi ESB og svo enn meiri áhersla á bandarískar forsetakosningar þegar hausta fer að málið tejist næstu misseri.

 

Ef vel tekst upp í Doha-lotunni sem hófst í gær hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni við Genfarvatn þá er líklegt að dregið verði úr heimilli og vonandi raunverulegri innanlandsvernd á vörum á borð við landbúnaðarafurðir en Ísland mun hafa tekið sér stöðu með hvað íhaldssömustu ríkjum í þessu efni!

 

Á meðan gjalda neytendur í minni samkeppni, takmarkaðra vöruvali og hærra vöruverði. Áfram Indverjar.


mbl.is Ríkisstjórn Indlands hélt velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband